Áramótaandvarp Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Lífið er óslitin óreiða frá fæðingu til dauða. Stjórnlaus hraðlest hörmunga, áfalla og vonbrigða. Ferðin er þó góðu heilli vörðuð gleðistundum og fallegum augnablikum. Leiðarljóssglætum í myrkrinu. Flokkunarþörf mannkyns kallaði yfir okkur annars fullkomlega óþörf tímamótin. Með þeim reynum við að hólfa tilveruna niður í sekúndur, mínútur, daga, mánuði og ár. Fyrst og fremst til þess að afmarka þjáningar okkar og annarra. Og auðvitað að auðvelda lánardrottnum að halda utan um vorar skuldir. Ég meina, hvers virði væri verðtryggingin ef engin væru mánaðamótin? Fátt er meira niðurdrepandi en að standa eins og glópur á áramótum, ímynduðum kaflaskilum, og rifja upp liðnar hörmungar síðustu 365 daga. Í meginatriðum er þetta alltaf eins. Ár eftir ár. Á árinu sem er að líða var saklausu fólki slátrað í tilgangslausum stríðum, hryðjuverkamenn völtuðu yfir börn, mæður og feður á gleðistundum, limlestu og drápu. Hér heima rákum við börn í leit að betra lífi út í óttann og óvissuna og rifumst um alls konar fáránlega dellu eins og himinn og jörð væru í húfi. Á næsta ári verður þetta allt endurtekið, ýmist nákvæmlega eða með tilbrigðum. Í byrjun síðasta árs settist sturlaður ruddi að í Hvíta húsinu. Við erum samt hérna enn. Hann verður heimsbyggðinni áfram til ama og óþæginda allt næsta ár og gott betur. En við munum halda áfram. Að hatast, æðrast og gráta en elskumst líka, hlæjum og gleðjumst. Stundum. Lífið er nefnilega þrátt fyrir allt stórkostlegt kraftaverk og er fyrir einhvern óskiljanlegan galdur þess virði að lifa því. Alveg óháð því hvort við reynum að hólfa það niður í daga, vikur, mánuði og ár. Vituð ér enn eða hvat? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun
Lífið er óslitin óreiða frá fæðingu til dauða. Stjórnlaus hraðlest hörmunga, áfalla og vonbrigða. Ferðin er þó góðu heilli vörðuð gleðistundum og fallegum augnablikum. Leiðarljóssglætum í myrkrinu. Flokkunarþörf mannkyns kallaði yfir okkur annars fullkomlega óþörf tímamótin. Með þeim reynum við að hólfa tilveruna niður í sekúndur, mínútur, daga, mánuði og ár. Fyrst og fremst til þess að afmarka þjáningar okkar og annarra. Og auðvitað að auðvelda lánardrottnum að halda utan um vorar skuldir. Ég meina, hvers virði væri verðtryggingin ef engin væru mánaðamótin? Fátt er meira niðurdrepandi en að standa eins og glópur á áramótum, ímynduðum kaflaskilum, og rifja upp liðnar hörmungar síðustu 365 daga. Í meginatriðum er þetta alltaf eins. Ár eftir ár. Á árinu sem er að líða var saklausu fólki slátrað í tilgangslausum stríðum, hryðjuverkamenn völtuðu yfir börn, mæður og feður á gleðistundum, limlestu og drápu. Hér heima rákum við börn í leit að betra lífi út í óttann og óvissuna og rifumst um alls konar fáránlega dellu eins og himinn og jörð væru í húfi. Á næsta ári verður þetta allt endurtekið, ýmist nákvæmlega eða með tilbrigðum. Í byrjun síðasta árs settist sturlaður ruddi að í Hvíta húsinu. Við erum samt hérna enn. Hann verður heimsbyggðinni áfram til ama og óþæginda allt næsta ár og gott betur. En við munum halda áfram. Að hatast, æðrast og gráta en elskumst líka, hlæjum og gleðjumst. Stundum. Lífið er nefnilega þrátt fyrir allt stórkostlegt kraftaverk og er fyrir einhvern óskiljanlegan galdur þess virði að lifa því. Alveg óháð því hvort við reynum að hólfa það niður í daga, vikur, mánuði og ár. Vituð ér enn eða hvat?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun