Aldrei fleiri listamenn á heiðurslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 14:45 Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Gunnar Þórðarson tónlistarmaður koma ný inn á lista listamanna á heiðurslaunum. Vísir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 25 listamenn fái heiðurslaun samkvæmt ákvörðun þingsins. Um er að ræða árlega breytingartillögu nefndarinnar sem tilefnir ár hvert allt að 25 listamenn til heiðurslauna. 23 listamenn þáðu heiðurslaunin í fyrra. Tvö þeirra sem voru tilnefnd til launanna fyrir ári féllu frá á liðnu ári. Jórunn Viðar tónskáld og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Fjórir listamenn þiggja heiðurslaun í fyrsta skipti en þau eru Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Lagt er til að veita tíu milljónum krónum aukalega í menningarsjóð frá því sem var í fyrra vegna fjölgunar listamanna á heiðurslaunum. Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80 prósent af starfslaunum. Í lögum um heiðurslaun segir að þeir einir geti notið heiðurslauna sem hafi varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Taka skuli tillit til skiptingar í hópi heiðurslaunamanna eftir listgreinum og kyni. Fimmtán karlar eru á listanum og tíu konur. Eftirtaldir listamenn verða á heiðurslaunum árið 2018 verði tillaga nefndarinnar samþykkt á Alþingi, venju samkvæmt. 1. Atli Heimir Sveinsson 2. Erró 3. Guðbergur Bergsson 4. Guðrún Ásmundsdóttir 5. Guðrún Helgadóttir 6. Gunnar Þórðarson 7. Hannes Pétursson 8. Hreinn Friðfinnsson 9. Jóhann Hjálmarsson 10. Jón Nordal 11. Jón Sigurbjörnsson 12. Jónas Ingimundarson 13. Kristbjörg Kjeld 14. Kristín Jóhannesdóttir 15. Magnús Pálsson 16. Matthías Johannessen 17. Megas 18. Steina Vasulka 19. Vigdís Grímsdóttir 20. Vilborg Dagbjartsdóttir 21. Þorbjörg Höskuldsdóttir 22. Þorgerður Ingólfsdóttir 23. Þorsteinn frá Hamri 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir Menning Tengdar fréttir Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun Ekki lagt til að fullnýta kvóta sem Alþingi hefur fyrir heiðurslaun listamanna. 6. desember 2015 19:27 23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. 27. nóvember 2014 14:49 Leggja til að 23 hljóti heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Það er einum fleiri en á síðasta ári. 22. desember 2016 16:29 Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 25 listamenn fái heiðurslaun samkvæmt ákvörðun þingsins. Um er að ræða árlega breytingartillögu nefndarinnar sem tilefnir ár hvert allt að 25 listamenn til heiðurslauna. 23 listamenn þáðu heiðurslaunin í fyrra. Tvö þeirra sem voru tilnefnd til launanna fyrir ári féllu frá á liðnu ári. Jórunn Viðar tónskáld og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Fjórir listamenn þiggja heiðurslaun í fyrsta skipti en þau eru Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Lagt er til að veita tíu milljónum krónum aukalega í menningarsjóð frá því sem var í fyrra vegna fjölgunar listamanna á heiðurslaunum. Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80 prósent af starfslaunum. Í lögum um heiðurslaun segir að þeir einir geti notið heiðurslauna sem hafi varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Taka skuli tillit til skiptingar í hópi heiðurslaunamanna eftir listgreinum og kyni. Fimmtán karlar eru á listanum og tíu konur. Eftirtaldir listamenn verða á heiðurslaunum árið 2018 verði tillaga nefndarinnar samþykkt á Alþingi, venju samkvæmt. 1. Atli Heimir Sveinsson 2. Erró 3. Guðbergur Bergsson 4. Guðrún Ásmundsdóttir 5. Guðrún Helgadóttir 6. Gunnar Þórðarson 7. Hannes Pétursson 8. Hreinn Friðfinnsson 9. Jóhann Hjálmarsson 10. Jón Nordal 11. Jón Sigurbjörnsson 12. Jónas Ingimundarson 13. Kristbjörg Kjeld 14. Kristín Jóhannesdóttir 15. Magnús Pálsson 16. Matthías Johannessen 17. Megas 18. Steina Vasulka 19. Vigdís Grímsdóttir 20. Vilborg Dagbjartsdóttir 21. Þorbjörg Höskuldsdóttir 22. Þorgerður Ingólfsdóttir 23. Þorsteinn frá Hamri 24. Þráinn Bertelsson 25. Þuríður Pálsdóttir
Menning Tengdar fréttir Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun Ekki lagt til að fullnýta kvóta sem Alþingi hefur fyrir heiðurslaun listamanna. 6. desember 2015 19:27 23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. 27. nóvember 2014 14:49 Leggja til að 23 hljóti heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Það er einum fleiri en á síðasta ári. 22. desember 2016 16:29 Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun Ekki lagt til að fullnýta kvóta sem Alþingi hefur fyrir heiðurslaun listamanna. 6. desember 2015 19:27
23 fá heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári. 27. nóvember 2014 14:49
Leggja til að 23 hljóti heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna á næsta ári. Það er einum fleiri en á síðasta ári. 22. desember 2016 16:29