Alger lúxus að fá sellóið með – þá bætast við nýjar víddir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2017 09:45 Catherine Maria Stankiewicz, Sólborg Valdimarsdóttir og Guja Sandholt munu skapa draumkennda kyrrðarstemningu. Nú ættu flestir að geta slakað á eftir jólaösina og notið þess að setjast niður að hlusta á fallega tónlist við kertaljós, án þess að hafa áhyggjur af öllu því sem eftir er að gera,“ segir Guja Sandholt söngkona sem ásamt Sólborgu Valdimarsdóttur og Catherine Mariu Stankiewicz heldur tónleika í Laugarneskirkju annað kvöld, föstudag. Þeir hefjast klukkan 20. Dagskráin er um klukkustund að lengd, kannski 70 mínútur, að sögn Guju. „Við komum til með að flytja jólalög og sígild verk eftir erlend og íslensk tónskáld, af þeim má til dæmis nefna J.S. Bach, André Previn, Wagner, Alice Tegner, Sigvalda Kaldalóns og Hreiðar Inga Þorsteinsson.“ Yfirskrift tónleikanna er Kyrrð og draumar. „Okkur langaði að mynda draumkennda kyrrðarstemningu með jólalegu ívafi og þurftum því að vanda lagavalið vel,“ segir Guja. „Við verðum með nokkrar mismunandi samsetningar; til dæmis er eitt verkið spilað fjórhent á píanó, einnig er sóló fyrir selló og orgel og svo kvartett því hún Hrafnhildur Árnadóttir sópran verður sérlegur gestur og syngur með okkur í einu verki. Að lokum vonum við að gestirnir taki undir með okkur í síðasta laginu svo kirkjan ómi öll.“ Sólborg, Guja og Catherine koma nú fram saman allar þrjár í fyrsta skipti en hafa verið virkar hver fyrir sig í íslensku og erlendu tónlistarlífi undanfarin ár. „Við Sólborg spiluðum og sungum saman í Perlunum hans Bjarna Thors í Hörpu í sumar og fannst það mjög gaman og við Catherine Maria höfum verið að bíða eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Guja. „Því fannst okkur tilvalið að skipuleggja jólatónleika allar þrjár og prófa þessa samsetningu – rödd, selló og píanó. “ Guja bendir á að tónleikar með rödd og píanói séu algengir en nú fái hún líka að syngja með sellói. „Það er alger lúxus að fá sellóið með, þá bætast við nýjar víddir og ég verð að segja að hljómurinn úr sellóinu hennar Catherine er undurfagur,“ segir hún. Sólborg starfar aðallega sem píanókennari í Tónskóla Eddu Borg og Tónlistarskóla Árbæjar, auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Svo hefur hún verið meðleikari í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu en segir þá tónleikaröð því miður leggjast af eftir áramótin. „Ég gleðst alltaf yfir að fá tækifæri til að spila með góðum tónlistarmönnum,“ segir hún. Af nýlegum verkefnum Catherine Mariu má nefna sólótónleika í Ósló í byrjun desember þar sem yfirskriftin var Ró. „Ég flutti Bach-svítu fyrir sóló selló og frumflutti líka tvö ný íslensk verk fyrir sóló selló sem voru sérstaklega samin fyrir mig. Eftir tónleikana núna fer ég beint til Sviss að vinna með alþjóðlega spunahópunum Ensemble Estelliah, við gáfum út okkar fyrstu plötu í júní sem heitir Creation, á henni er spunatónlist byggð á náttúrunni á Þingvöllum. Þannig að það er nóg að gera og mikið skemmtilegt að gerast fram undan.“ Guja er búsett í Hollandi og sinnir verkefnum þar og í löndunum í kring en kveðst reyna að koma eins oft heim og hægt er. „Heimþráin er alltaf sterk,“ segir hún sannfærandi. Hún kveðst vera með 50% stöðu hjá hollenska útvarpskórnum, stærsta atvinnukór Hollendinga, og það gefi henni svigrúm til að starfa sjálfstætt að alls konar hlutum, eins og að syngja í óratóríum, á ljóðatónleikum og í óperum. „Hér heima hef ég reynt að vinna að spennandi verkefnum eins og Óperudögum sem verða haldnir í annað sinn núna á næsta ári, í þetta sinn í Reykjavík. Hátíðin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarhátíð ársins þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2016. Því höldum við ótrauð áfram með hana.“ Hví skyldi svo Laugarneskirkja hafa orðið fyrir valinu sem tónleikastaður? „Af því það er yndisleg kirkja og með fallegum hljómi og svo eru tvær okkar úr Laugarneshverfinu,“ svarar Guja. „Að sjálfsögðu eru allir gestir hjartanlega velkomnir, hvaðan sem þeir koma,“ segir hún. „En það er gaman að efla hverfamenninguna með þessum hætti og við vonum að sjálfsögðu að nágrannar okkar fjölmenni!“ Almennt miðaverð á tónleikana annað kvöld í Laugarneskirkju er 2.500 krónur. Eldri borgarar og nemar greiða 2.000 krónur en ókeypis er inn fyrir grunnskólanemendur og öryrkja. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nú ættu flestir að geta slakað á eftir jólaösina og notið þess að setjast niður að hlusta á fallega tónlist við kertaljós, án þess að hafa áhyggjur af öllu því sem eftir er að gera,“ segir Guja Sandholt söngkona sem ásamt Sólborgu Valdimarsdóttur og Catherine Mariu Stankiewicz heldur tónleika í Laugarneskirkju annað kvöld, föstudag. Þeir hefjast klukkan 20. Dagskráin er um klukkustund að lengd, kannski 70 mínútur, að sögn Guju. „Við komum til með að flytja jólalög og sígild verk eftir erlend og íslensk tónskáld, af þeim má til dæmis nefna J.S. Bach, André Previn, Wagner, Alice Tegner, Sigvalda Kaldalóns og Hreiðar Inga Þorsteinsson.“ Yfirskrift tónleikanna er Kyrrð og draumar. „Okkur langaði að mynda draumkennda kyrrðarstemningu með jólalegu ívafi og þurftum því að vanda lagavalið vel,“ segir Guja. „Við verðum með nokkrar mismunandi samsetningar; til dæmis er eitt verkið spilað fjórhent á píanó, einnig er sóló fyrir selló og orgel og svo kvartett því hún Hrafnhildur Árnadóttir sópran verður sérlegur gestur og syngur með okkur í einu verki. Að lokum vonum við að gestirnir taki undir með okkur í síðasta laginu svo kirkjan ómi öll.“ Sólborg, Guja og Catherine koma nú fram saman allar þrjár í fyrsta skipti en hafa verið virkar hver fyrir sig í íslensku og erlendu tónlistarlífi undanfarin ár. „Við Sólborg spiluðum og sungum saman í Perlunum hans Bjarna Thors í Hörpu í sumar og fannst það mjög gaman og við Catherine Maria höfum verið að bíða eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Guja. „Því fannst okkur tilvalið að skipuleggja jólatónleika allar þrjár og prófa þessa samsetningu – rödd, selló og píanó. “ Guja bendir á að tónleikar með rödd og píanói séu algengir en nú fái hún líka að syngja með sellói. „Það er alger lúxus að fá sellóið með, þá bætast við nýjar víddir og ég verð að segja að hljómurinn úr sellóinu hennar Catherine er undurfagur,“ segir hún. Sólborg starfar aðallega sem píanókennari í Tónskóla Eddu Borg og Tónlistarskóla Árbæjar, auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Svo hefur hún verið meðleikari í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu en segir þá tónleikaröð því miður leggjast af eftir áramótin. „Ég gleðst alltaf yfir að fá tækifæri til að spila með góðum tónlistarmönnum,“ segir hún. Af nýlegum verkefnum Catherine Mariu má nefna sólótónleika í Ósló í byrjun desember þar sem yfirskriftin var Ró. „Ég flutti Bach-svítu fyrir sóló selló og frumflutti líka tvö ný íslensk verk fyrir sóló selló sem voru sérstaklega samin fyrir mig. Eftir tónleikana núna fer ég beint til Sviss að vinna með alþjóðlega spunahópunum Ensemble Estelliah, við gáfum út okkar fyrstu plötu í júní sem heitir Creation, á henni er spunatónlist byggð á náttúrunni á Þingvöllum. Þannig að það er nóg að gera og mikið skemmtilegt að gerast fram undan.“ Guja er búsett í Hollandi og sinnir verkefnum þar og í löndunum í kring en kveðst reyna að koma eins oft heim og hægt er. „Heimþráin er alltaf sterk,“ segir hún sannfærandi. Hún kveðst vera með 50% stöðu hjá hollenska útvarpskórnum, stærsta atvinnukór Hollendinga, og það gefi henni svigrúm til að starfa sjálfstætt að alls konar hlutum, eins og að syngja í óratóríum, á ljóðatónleikum og í óperum. „Hér heima hef ég reynt að vinna að spennandi verkefnum eins og Óperudögum sem verða haldnir í annað sinn núna á næsta ári, í þetta sinn í Reykjavík. Hátíðin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarhátíð ársins þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2016. Því höldum við ótrauð áfram með hana.“ Hví skyldi svo Laugarneskirkja hafa orðið fyrir valinu sem tónleikastaður? „Af því það er yndisleg kirkja og með fallegum hljómi og svo eru tvær okkar úr Laugarneshverfinu,“ svarar Guja. „Að sjálfsögðu eru allir gestir hjartanlega velkomnir, hvaðan sem þeir koma,“ segir hún. „En það er gaman að efla hverfamenninguna með þessum hætti og við vonum að sjálfsögðu að nágrannar okkar fjölmenni!“ Almennt miðaverð á tónleikana annað kvöld í Laugarneskirkju er 2.500 krónur. Eldri borgarar og nemar greiða 2.000 krónur en ókeypis er inn fyrir grunnskólanemendur og öryrkja.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira