Róbóti lætur hálmi rigna yfir nautin á Sandhóli á hverjum degi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2017 20:57 Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís. Landbúnaður Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís.
Landbúnaður Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira