Kofi Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu til útleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. desember 2017 08:00 Víkingaskjöldur er fyrir ofan innganginn að kofanum sem Hrafn leigir út á Airbnb. Airbnb/Hrafn Jökulsson „Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb. Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb.
Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00
„Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29