Fjölmenningarlegt samfélag að rísa á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 21:00 Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón. Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón.
Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00