Kjarri tjaldbúi kominn í skjól: „Fyrst leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 20:00 Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55