Lífið

Jordan Feldstein fallinn frá fertugur að aldri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jordan Feldstein var umboðsmaður bandarísku hljómsveitarinnar Maroon 5.
Jordan Feldstein var umboðsmaður bandarísku hljómsveitarinnar Maroon 5. Visir/getty
Jordan Feldstein, eldri bróðir leikarans Jonah Hill, lést á föstudaginn úr hjartaáfalli.

Feldstein hefur um langt skeið starfað sem umboðsmaður bandarísku hljómsveitarinnar Maroon 5. Feldstein og söngvari hljómsveitarinnar, Adam Levine, voru æskuvinir að því er fram kemur á vef TMZ.

Í yfirlýsingu frá Feldstein fjölskyldunni segir að Jordan hafi hringt í neyðarlínuna vegna andþyngsla en þegar bráðaliðar mættu á svæðið hafi Jordan verið kominn í hjartastopp.

Joran var fertugur þegar hann féll frá. Hann var fráskilinn og átti tvö börn.

Jordan Feldstein, lengst til hægri, ásamt aðstandendum hljómsveitarinnar Maroon 5 á góðri stundu.visir/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×