Kjararáði verði falið að ákveða kaup og kjör fyrir vinnu fanga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fylgist grannt með aðbúnaði í fangelsum landsins. vísir/vilhelm „Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
„Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira