Galdurinn á bak við notalega stemningu Guðný Hrönn skrifar 20. desember 2017 10:30 Auður Gná gefur lesendum góð ráð um hvernig má skapa kósí stemningu. vísir/ANTON BRINK Auði Gná Ingvarsdóttur, fagurkera og hönnuði Further North, hefur tekist að skapa afar notalega stemningu heima hjá sér. Lífið kíkti í heimsókn og fékk góð ráð um hvernig má gera rými notaleg og kósí. „Ég held að til að heimili geti verið virkilega góð varðandi stemningu, þá þurfi að hugsa vel út í lýsingu. Það skiptir höfuðmáli, of mikið lýst eða of lítið lýst rými geta virkað mjög fráhrindandi þótt að öðru leyti sé allt eins og það á að vera,“ segir Auður Gná spurð út í hver galdurinn á bak við góða stemningu sé.„Lampar eru oft á tíðum eins og litlir skúlptúrar og margir hverjir alveg tímalausir, þannig að það skiptir miklu máli að eiga falleg ljós. Án réttrar lýsingar er erfitt að ná hlýlegu andrúmslofti, þannig að hún er alltaf grunnurinn að mínu mati.“ Bækur eru áberandi heima hjá Auði Gná, henni þykir nefnilega ómissandi að hafa fallegar bækur í kringum sig. „Mér þykir vænt um bækurnar mínar og finnst gott að grípa í þær þegar ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að útfæra, sama hvort það er varðandi innanhússarkitektúr eða vörurnar mínar frá Further North. Jafnvel matreiðslubækur…sem verður að játast að á mínu heimili eru ekki mikið notaðar til að elda upp úr þótt það standi alltaf til,“ segir Auður sem fær innblásturinn víða að. Púðar, teppi og myndlist gera gæfumunAuður hefur náð að blanda nýju og gömlu saman á smart hátt. "Ég er dálítill "second hand-isti“ í þeim skilningi að ég verð sjaldan glaðari en þegar ég finn fallegt notað en vandað húsgagn sem hefur staðist tímans tönn.“vísir/anton brinkPúðar, gærur og hlý teppi setja svip á sófa Auðar. „Ég verð að eiga góð ullarteppi, án þeirra gæti ég ekki lifað,“ segir Auður sem hannaði sjálf dúskateppið sem prýðir sófann hennar. Þau fást í Rammagerðinni. „Það var frábært að Rammagerðin skyldi sýna þessu áhuga sem var nú ekki sjálfgefið, þar sem teppin eru langt frá því að teljast hefðbundin ullarteppi. Þau eru í grunninn dökk að lit og svo lét ég útbúa úr lopa frábæra dúska sem festir eru á teppin, átta dúskar á hvert teppi,“ segir Auður.Dúskateppið í sófanum er hönnun Auðar. „Dúskarnir eru gerðir í svokallaðri dúskavél hjá Varma, sem hljómar eins og eitthvert ótrúlega spennandi leikfang í mínum eyrum.“vísir/anton brinkGærurnar í sófanum lét Auður svo súta og lita fyrir sig fyrir norðan en hún hefur notað gærur mikið í hönnun sína. Hún hefur lagt áherslu á að fylgjast vel með vinnuferlinu í kringum gærurnar. „Það hefur ákveðið gildi fyrir mig að vita næstum upp á hár hvaða aðili sá um að vinna skinnin. Mér þykir vænt um að vita hvað það tók mörg handtök að vinna skinnin og þekkja fólkið sem kom að því.“Myndlist prýðir flesta veggi heima hjá Auði.vísir/anton brinkPunkturinn yfir i-ið er svo öll myndlistin sem prýðir heimili.„Myndlistarverkin mín eru mér kannski kærust, örugglega af því að þau eru svo einkennandi fyrir mitt heimili. Það er einmitt það góða við myndlist, hún býr til sérkenni á heimili fólks ef verkin er ekki að finna á neinu öðru heimili,“ útskýrir Auður sem þykir mikilvægt að styðja við myndlistarfólk. Hún segir myndlist einmitt vera tilvalda í jólapakkann. „Það er um að gera að gefa myndlist í jólagjöf, sérstaklega ungu fólki. Þannig kviknar áhuginn og getur orðið að alvarlegri söfnunaráráttu,“ segir hún glöð í bragði.Munir úr ýmsum áttum sem Auður hefur safnað á ferðalögum. Tíska og hönnun Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Auði Gná Ingvarsdóttur, fagurkera og hönnuði Further North, hefur tekist að skapa afar notalega stemningu heima hjá sér. Lífið kíkti í heimsókn og fékk góð ráð um hvernig má gera rými notaleg og kósí. „Ég held að til að heimili geti verið virkilega góð varðandi stemningu, þá þurfi að hugsa vel út í lýsingu. Það skiptir höfuðmáli, of mikið lýst eða of lítið lýst rými geta virkað mjög fráhrindandi þótt að öðru leyti sé allt eins og það á að vera,“ segir Auður Gná spurð út í hver galdurinn á bak við góða stemningu sé.„Lampar eru oft á tíðum eins og litlir skúlptúrar og margir hverjir alveg tímalausir, þannig að það skiptir miklu máli að eiga falleg ljós. Án réttrar lýsingar er erfitt að ná hlýlegu andrúmslofti, þannig að hún er alltaf grunnurinn að mínu mati.“ Bækur eru áberandi heima hjá Auði Gná, henni þykir nefnilega ómissandi að hafa fallegar bækur í kringum sig. „Mér þykir vænt um bækurnar mínar og finnst gott að grípa í þær þegar ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að útfæra, sama hvort það er varðandi innanhússarkitektúr eða vörurnar mínar frá Further North. Jafnvel matreiðslubækur…sem verður að játast að á mínu heimili eru ekki mikið notaðar til að elda upp úr þótt það standi alltaf til,“ segir Auður sem fær innblásturinn víða að. Púðar, teppi og myndlist gera gæfumunAuður hefur náð að blanda nýju og gömlu saman á smart hátt. "Ég er dálítill "second hand-isti“ í þeim skilningi að ég verð sjaldan glaðari en þegar ég finn fallegt notað en vandað húsgagn sem hefur staðist tímans tönn.“vísir/anton brinkPúðar, gærur og hlý teppi setja svip á sófa Auðar. „Ég verð að eiga góð ullarteppi, án þeirra gæti ég ekki lifað,“ segir Auður sem hannaði sjálf dúskateppið sem prýðir sófann hennar. Þau fást í Rammagerðinni. „Það var frábært að Rammagerðin skyldi sýna þessu áhuga sem var nú ekki sjálfgefið, þar sem teppin eru langt frá því að teljast hefðbundin ullarteppi. Þau eru í grunninn dökk að lit og svo lét ég útbúa úr lopa frábæra dúska sem festir eru á teppin, átta dúskar á hvert teppi,“ segir Auður.Dúskateppið í sófanum er hönnun Auðar. „Dúskarnir eru gerðir í svokallaðri dúskavél hjá Varma, sem hljómar eins og eitthvert ótrúlega spennandi leikfang í mínum eyrum.“vísir/anton brinkGærurnar í sófanum lét Auður svo súta og lita fyrir sig fyrir norðan en hún hefur notað gærur mikið í hönnun sína. Hún hefur lagt áherslu á að fylgjast vel með vinnuferlinu í kringum gærurnar. „Það hefur ákveðið gildi fyrir mig að vita næstum upp á hár hvaða aðili sá um að vinna skinnin. Mér þykir vænt um að vita hvað það tók mörg handtök að vinna skinnin og þekkja fólkið sem kom að því.“Myndlist prýðir flesta veggi heima hjá Auði.vísir/anton brinkPunkturinn yfir i-ið er svo öll myndlistin sem prýðir heimili.„Myndlistarverkin mín eru mér kannski kærust, örugglega af því að þau eru svo einkennandi fyrir mitt heimili. Það er einmitt það góða við myndlist, hún býr til sérkenni á heimili fólks ef verkin er ekki að finna á neinu öðru heimili,“ útskýrir Auður sem þykir mikilvægt að styðja við myndlistarfólk. Hún segir myndlist einmitt vera tilvalda í jólapakkann. „Það er um að gera að gefa myndlist í jólagjöf, sérstaklega ungu fólki. Þannig kviknar áhuginn og getur orðið að alvarlegri söfnunaráráttu,“ segir hún glöð í bragði.Munir úr ýmsum áttum sem Auður hefur safnað á ferðalögum.
Tíska og hönnun Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira