Hvert fór hún? Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.