Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 21:22 Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Vísir/Getty Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Átti hljómsveitin að telja að lag hennar „Get free“ væri svo líkt lagi þeirra „Creep“ að þa væri augljóslega stolið. „Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ sagði Lana. Talsmaður útgáfufyrirtækis Radiohead segir þessa yfirlýsingu söngkonunnar ekki vera rétta. „Það er rétt að við höfum verið í viðræðum síðan í ágúst á síðast ári við fulltrúa Lönu Del Rey. Það er ljóst að í erindum lagsins „Get Free“ eru þættir sem finna má í erindum lagsins „Creep“ og við höfum farið þess á leit að þetta verði viðurkennt sem greiði við höfunda „Creep.“ Til að hafa það á hreinu hefur engin stefna verið gefin út og Radiohead hafa ekki sagt að þeir „muni einungis taka við 100% af ágóða „Get Free,““ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Warner/Chappell.Hér fyrir neðan geta áhugasamir borið lögin saman.Lagið Creep er líklega þekktasta Radiohead og það lag sem skaut hljómsveitinni á stjörnuhimininn þegar það kom út árið árið 1993. Lagið varð ofurvinsælt út um allan heim og er eitt þekktasta lag tíunda áratugs síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar högnuðust vel á vinsældunum og kallaði Thom Yorke meðal annars húsið sem hann keypti árið 1994 „húsið sem Creep byggði“. Ýmsir hafa þó bent á að ákveðin hræsni sé fólgin í lögsókn Radiohead á hendur söngkonunni þar sem þeir sjálfir sömdu við höfunda lagsins The Air That I Breath sem The Hollies gerðu frægt á áttunda áratug síðustu aldar vegna líkinda á milli lagsins og Creep. Eru þeir Albert Hammond og Mike Hazlewood skráðir sem meðhöfundar Creep og fá þeir hluta þeirra tekna sem lagið aflar. Tengdar fréttir Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55 Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Átti hljómsveitin að telja að lag hennar „Get free“ væri svo líkt lagi þeirra „Creep“ að þa væri augljóslega stolið. „Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ sagði Lana. Talsmaður útgáfufyrirtækis Radiohead segir þessa yfirlýsingu söngkonunnar ekki vera rétta. „Það er rétt að við höfum verið í viðræðum síðan í ágúst á síðast ári við fulltrúa Lönu Del Rey. Það er ljóst að í erindum lagsins „Get Free“ eru þættir sem finna má í erindum lagsins „Creep“ og við höfum farið þess á leit að þetta verði viðurkennt sem greiði við höfunda „Creep.“ Til að hafa það á hreinu hefur engin stefna verið gefin út og Radiohead hafa ekki sagt að þeir „muni einungis taka við 100% af ágóða „Get Free,““ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Warner/Chappell.Hér fyrir neðan geta áhugasamir borið lögin saman.Lagið Creep er líklega þekktasta Radiohead og það lag sem skaut hljómsveitinni á stjörnuhimininn þegar það kom út árið árið 1993. Lagið varð ofurvinsælt út um allan heim og er eitt þekktasta lag tíunda áratugs síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar högnuðust vel á vinsældunum og kallaði Thom Yorke meðal annars húsið sem hann keypti árið 1994 „húsið sem Creep byggði“. Ýmsir hafa þó bent á að ákveðin hræsni sé fólgin í lögsókn Radiohead á hendur söngkonunni þar sem þeir sjálfir sömdu við höfunda lagsins The Air That I Breath sem The Hollies gerðu frægt á áttunda áratug síðustu aldar vegna líkinda á milli lagsins og Creep. Eru þeir Albert Hammond og Mike Hazlewood skráðir sem meðhöfundar Creep og fá þeir hluta þeirra tekna sem lagið aflar.
Tengdar fréttir Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55 Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55
Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning