Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 09:15 Gummi og Garðar munu aldrei komast að niðurstöðu um það hvor er betri, Messi eða Ronaldo, en vonir standa til að það spilli ekki samvinnunni. Vísir/Ernir Garðar Örn Arnarson og Guðmundur Benediktsson eru á leiðinni á flakk. Heilmikið flakk enda stendur mikið til. Upphitun fyrir HM í Rússlandi er framundan á Stöð 2 og ætla félagarnir að taka púlsinn á landsliðsmönnum Íslands erlendis, sækja þá heim og ræða við þá um stóru stundina sem framundan er. Alls verða þættirnar átta sem verða sýndir á Stöð 2. Garðar leikstýrir og Gummi spjallar við strákana. Þeir framleiða þættina saman. Gummi segir hugmyndina hafa komið svo til sjálfkrafa þegar strákarnir tryggðu sig inn á HM í haust. Að framleiða skemmtilegt efni tengt strákunum. „Úr varð að gera þáttaröð þar sem við förum víða og hittum leikmenn, samherja leikmanna, nokkra fyrrverandi heimsmeistara, þar sem við ætlum meðal annars að fá ráð: Hvernig maður verður heimsmeistari?“ segir Gummi. Þeir ætla því ekki aðeins að ræða við okkar menn og þjálfarana heldur fólk í kring sem hefur kynnst HM. „Sjá hvort við getum ekki lært eitthvað. Því við kunnum ekkert, við erum að fara í fyrsta skipti.“Garðar og Gummi unnu meðal annars saman við þættina 1á1. Í einum slíkum voru landsliðsstrákarnir reyndar fimm og rifjuðu upp 2-1 sigurinn á Englandi í Nice. Spennan virðist mikil hjá þjóðinni þótt enn séu fimm mánuðir í fyrsta leik, gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Okkar menn komu á óvart á EM og mætti kannski ætla að lið væru hætt að vanmeta okkar stráka og fallið verði mögulega hátt á HM. „Kannski héldum við það líka eftir EM, að þetta væri bara komið. En við erum einhvern veginn með svo magnað lið sem ég myndi aldrei treysta mér til þess að afskrifa það. Maður sér það á öllum viðtölum við strákana, að það er ákveðið æðruleysi. Þeir eru til að mynda að fara að mæta leikmanni sem mjög margir telja besta leikmann sögunnar. En leikmenn virðast almennt spenntari en kvíðnir,“ segir Gummi. „Við náðum náttúrlega 1-1 á móti þeim besta,“ skýtur Garðar inn í og á við jafnteflið gegn Cristiano Ronaldo í St. Etienne á EM 2016. „Ekki setja hann í sama flokk,“ segir Gummi. „Titlarnir tala sínu máli,“ svarar Garðar og fær „er það…“ frá Gumma.Heimildarmynd Garðars um Örlyg heitinn Sturluson vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Þrátt fyrir að vera ekki sammála í hinu eilífa deilumáli um gæði þeirra Messi og Ronaldo þá hafa þeir enga trú á öðru en að geta unnið vel saman. Það hafa þeir gert hingað til í Messunni, Teignum og viðtalsþáttunum Einn og einn. Auk þess hefur Garðar getið sér gott orð fyrir þættina Domino’s Körfuboltakvöld og Seinni bylgjuna þar sem hann ræður ferðinni. „Ég held að það verði mjög gaman að heimsækja strákana,“ segir Gummi sem er greinilega spenntur fyrir ferðalaginu framundan. „Þó við séum að fara að ræða háalvarlegt mál þá eru þetta miklir höfðingjar upp til hópa. Ég á ekki von á því að það verði annað en gaman hjá okkur, og fræðandi.“ Þættirnir verða átta talsins og munu sýningar hefjast í apríl.UppfærtÍ fyrri útgáfu stóð að þættirnir yrðu sýndir á sunnudagskvöldum. Sýningarkvöld hafa hins vegar ekki verið staðfest. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Garðar Örn Arnarson og Guðmundur Benediktsson eru á leiðinni á flakk. Heilmikið flakk enda stendur mikið til. Upphitun fyrir HM í Rússlandi er framundan á Stöð 2 og ætla félagarnir að taka púlsinn á landsliðsmönnum Íslands erlendis, sækja þá heim og ræða við þá um stóru stundina sem framundan er. Alls verða þættirnar átta sem verða sýndir á Stöð 2. Garðar leikstýrir og Gummi spjallar við strákana. Þeir framleiða þættina saman. Gummi segir hugmyndina hafa komið svo til sjálfkrafa þegar strákarnir tryggðu sig inn á HM í haust. Að framleiða skemmtilegt efni tengt strákunum. „Úr varð að gera þáttaröð þar sem við förum víða og hittum leikmenn, samherja leikmanna, nokkra fyrrverandi heimsmeistara, þar sem við ætlum meðal annars að fá ráð: Hvernig maður verður heimsmeistari?“ segir Gummi. Þeir ætla því ekki aðeins að ræða við okkar menn og þjálfarana heldur fólk í kring sem hefur kynnst HM. „Sjá hvort við getum ekki lært eitthvað. Því við kunnum ekkert, við erum að fara í fyrsta skipti.“Garðar og Gummi unnu meðal annars saman við þættina 1á1. Í einum slíkum voru landsliðsstrákarnir reyndar fimm og rifjuðu upp 2-1 sigurinn á Englandi í Nice. Spennan virðist mikil hjá þjóðinni þótt enn séu fimm mánuðir í fyrsta leik, gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Okkar menn komu á óvart á EM og mætti kannski ætla að lið væru hætt að vanmeta okkar stráka og fallið verði mögulega hátt á HM. „Kannski héldum við það líka eftir EM, að þetta væri bara komið. En við erum einhvern veginn með svo magnað lið sem ég myndi aldrei treysta mér til þess að afskrifa það. Maður sér það á öllum viðtölum við strákana, að það er ákveðið æðruleysi. Þeir eru til að mynda að fara að mæta leikmanni sem mjög margir telja besta leikmann sögunnar. En leikmenn virðast almennt spenntari en kvíðnir,“ segir Gummi. „Við náðum náttúrlega 1-1 á móti þeim besta,“ skýtur Garðar inn í og á við jafnteflið gegn Cristiano Ronaldo í St. Etienne á EM 2016. „Ekki setja hann í sama flokk,“ segir Gummi. „Titlarnir tala sínu máli,“ svarar Garðar og fær „er það…“ frá Gumma.Heimildarmynd Garðars um Örlyg heitinn Sturluson vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Þrátt fyrir að vera ekki sammála í hinu eilífa deilumáli um gæði þeirra Messi og Ronaldo þá hafa þeir enga trú á öðru en að geta unnið vel saman. Það hafa þeir gert hingað til í Messunni, Teignum og viðtalsþáttunum Einn og einn. Auk þess hefur Garðar getið sér gott orð fyrir þættina Domino’s Körfuboltakvöld og Seinni bylgjuna þar sem hann ræður ferðinni. „Ég held að það verði mjög gaman að heimsækja strákana,“ segir Gummi sem er greinilega spenntur fyrir ferðalaginu framundan. „Þó við séum að fara að ræða háalvarlegt mál þá eru þetta miklir höfðingjar upp til hópa. Ég á ekki von á því að það verði annað en gaman hjá okkur, og fræðandi.“ Þættirnir verða átta talsins og munu sýningar hefjast í apríl.UppfærtÍ fyrri útgáfu stóð að þættirnir yrðu sýndir á sunnudagskvöldum. Sýningarkvöld hafa hins vegar ekki verið staðfest.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning