Morðtíðni á Íslandi áhyggjuefni að mati prófessors Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:57 Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira