Formaður Prestafélagsins segir fréttir af launum biskups vera kynbundna aðför Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2018 07:30 Agnes M. Sigurðardóttir biskup í ræðustóli á kirkjuþingi í desember. vísir/anton brink „Ég tel ekki vænlegt til árangurs að taka til beinna varna fyrir frú Agnesi biskup af því að þar með vöðum við inn í þá gildru sem búið er að spenna upp,“ segir Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, í bréfi til presta innan þjóðkirkjunnar um áramótin. Eins og kunnugt er hafa fréttir verið sagðar af launamálum og kjörum presta og biskupa í kjölfar ákvörðunar kjararáðs fyrir jól um breytingar á launum þessara hópa. Þar hefur umfjöllun um mál Agnesar M. Sigurðardóttur biskups verið mest áberandi enda er hún launahæsti starfsmaður þjóðkirkjunnar og fékk 22 prósenta launahækkun sem auk þess var afturvirk í eitt ár.Kristján Björnsson, formaður Prestafélagsins.Fram kom á Vísi í gær að Prestafélagið hafði lagt til við kjararáð að biskupinn fengi um 170 þúsund króna meiri hækkun en síðan varð raunin. Ef farið hefði verið að vilja félagsins hefðu mánaðarlaun biskups hækkað í um 1.720.000 krónur í stað þeirra 1.553.000 króna sem biskupi voru úrskurðaðar. Launahækkunin hefði þá verið 34 prósent. Ljóst er af fyrrnefndu bréfi formanns Prestafélagsins að hann telur fréttaflutning af þessu málefni skipulagðan til að koma höggi á þjóna kirkjunnar. Ráðlegt sé að prestar almennt stígi ekki inn í umræðuna um kjaramál biskupsins. „Við það mun umfjöllun um frú Agnesi fá nýtt eldsneyti sem tryggir áframhaldandi neikvæða umfjöllun um hana á þennan persónulega hátt sem verið er að reyna að leiða okkur inn í,“ segir í bréfi Kristjáns. Athygli vekur að Kristján sýnist telja kynferði biskupsins ráða innihaldi frétta um kjaramálin. „Þetta er örugglega kynbundin aðför. Það mætti vel hugsa það í ljósi #metoo eftir áramótin og bið ég ykkur að hugsa það vel,“ skrifar Kristján í bréfi sínu. Í samtali við Fréttablaðið kveður þó við annan tón hjá Kristjáni er hann er spurður hvort fréttaflutningur af kjaramálum biskups markist af því að hún er kona. „Það er búinn að vera alvarlegur og góður þungi í #metoo-byltingunni og mér finnst vera svo mörg alvarleg mál sem liggja þar að baki; ofbeldi og brot gagnvart fólki að mér finnst ekki vera hægt að nota þá umræðu yfir þessa stöðu,“ segir Kristján. Ekki þurfi að vorkenna biskupi Íslands. „Ég er líka mjög skeptískur á það að nota hugtök eins og kynbundið ofbeldi eða einelti um stöðu í pólitík eða stöðu embættismanns vegna þess að þau hugtök eru svo dýr í mínum huga,“ heldur Kristján áfram. Þessi hugtök eigi við um fólk sem hafi raunverulega orðið fyrir gríðarlegu ofbeldi og verulegum skakkaföllum í lífinu. „Mér finnst ekki réttlætanlegt að nota svoleiðis hugtök um þessa stöðu sem er núna. Við erum ekki í neinu einelti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Trúmál Tengdar fréttir Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. 29. desember 2017 07:15 Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Samkvæmt erindi PÍ til Kjararáðs skal miða laun biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. 2. janúar 2018 10:29 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég tel ekki vænlegt til árangurs að taka til beinna varna fyrir frú Agnesi biskup af því að þar með vöðum við inn í þá gildru sem búið er að spenna upp,“ segir Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, í bréfi til presta innan þjóðkirkjunnar um áramótin. Eins og kunnugt er hafa fréttir verið sagðar af launamálum og kjörum presta og biskupa í kjölfar ákvörðunar kjararáðs fyrir jól um breytingar á launum þessara hópa. Þar hefur umfjöllun um mál Agnesar M. Sigurðardóttur biskups verið mest áberandi enda er hún launahæsti starfsmaður þjóðkirkjunnar og fékk 22 prósenta launahækkun sem auk þess var afturvirk í eitt ár.Kristján Björnsson, formaður Prestafélagsins.Fram kom á Vísi í gær að Prestafélagið hafði lagt til við kjararáð að biskupinn fengi um 170 þúsund króna meiri hækkun en síðan varð raunin. Ef farið hefði verið að vilja félagsins hefðu mánaðarlaun biskups hækkað í um 1.720.000 krónur í stað þeirra 1.553.000 króna sem biskupi voru úrskurðaðar. Launahækkunin hefði þá verið 34 prósent. Ljóst er af fyrrnefndu bréfi formanns Prestafélagsins að hann telur fréttaflutning af þessu málefni skipulagðan til að koma höggi á þjóna kirkjunnar. Ráðlegt sé að prestar almennt stígi ekki inn í umræðuna um kjaramál biskupsins. „Við það mun umfjöllun um frú Agnesi fá nýtt eldsneyti sem tryggir áframhaldandi neikvæða umfjöllun um hana á þennan persónulega hátt sem verið er að reyna að leiða okkur inn í,“ segir í bréfi Kristjáns. Athygli vekur að Kristján sýnist telja kynferði biskupsins ráða innihaldi frétta um kjaramálin. „Þetta er örugglega kynbundin aðför. Það mætti vel hugsa það í ljósi #metoo eftir áramótin og bið ég ykkur að hugsa það vel,“ skrifar Kristján í bréfi sínu. Í samtali við Fréttablaðið kveður þó við annan tón hjá Kristjáni er hann er spurður hvort fréttaflutningur af kjaramálum biskups markist af því að hún er kona. „Það er búinn að vera alvarlegur og góður þungi í #metoo-byltingunni og mér finnst vera svo mörg alvarleg mál sem liggja þar að baki; ofbeldi og brot gagnvart fólki að mér finnst ekki vera hægt að nota þá umræðu yfir þessa stöðu,“ segir Kristján. Ekki þurfi að vorkenna biskupi Íslands. „Ég er líka mjög skeptískur á það að nota hugtök eins og kynbundið ofbeldi eða einelti um stöðu í pólitík eða stöðu embættismanns vegna þess að þau hugtök eru svo dýr í mínum huga,“ heldur Kristján áfram. Þessi hugtök eigi við um fólk sem hafi raunverulega orðið fyrir gríðarlegu ofbeldi og verulegum skakkaföllum í lífinu. „Mér finnst ekki réttlætanlegt að nota svoleiðis hugtök um þessa stöðu sem er núna. Við erum ekki í neinu einelti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Trúmál Tengdar fréttir Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. 29. desember 2017 07:15 Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Samkvæmt erindi PÍ til Kjararáðs skal miða laun biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. 2. janúar 2018 10:29 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld húsnæðishlunnindi. 29. desember 2017 07:15
Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Samkvæmt erindi PÍ til Kjararáðs skal miða laun biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. 2. janúar 2018 10:29
Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54