Mennskan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2018 07:00 Hin svokallaða fjórða iðnbylting var á allra vörum á árinu sem var að líða. Þessi torkennilegi frasi, sem áður var aðallega að finna í vísindaskáldskap og skrifum framtíðarfræðinga, hefur nú rutt sér til rúms í þjóðmálaumræðunni vítt og breitt um heiminn. Forsætisráðherra minntist á þessar miklu breytingar í áramótaávarpi sínu: „Gagnvart þessari byltingu dugar ekkert minna en þverpólitísk framtíðarsýn um það hvernig á að takast á við sívaxandi sjálfvirkni sem mun breyta öllu umhverfi okkar.“ Fyrsta iðnbyltingin snerist um vatn og gufu, önnur um rafmagn og fjöldaframleiðslu og sú þriðja um upplýsingatækni. Fjórða iðnbyltingin er þegar hafin og tekur til gífurlegra framfara á tiltölulega stuttum tíma í gervigreind, líftækni, efnisfræði, tölvunarfræði og fleiru. Saman munu þessar framfarir umbreyta heimsefnahagnum og samfélagi mannanna. Ekki er hægt að segja annað en að það sé fagnaðarefni að heyra forsætisráðherra undirstrika mikilvægi þess að íslenskt samfélag undirbúi sig fyrir þessar miklu breytingar. Því þessar breytingar eru ekki náttúruhamfarir eða einhver önnur utanaðkomandi ógn. Við þurfum ekki að „aðlagast“ þessum breytingum og taka þar með upp orðræðu félagslegs darwinisma. Þvert á móti eiga þessar breytingar að grundvallast á forsjárhyggju þeirra sem fara með löggjafarvaldið, á árvekni eftirlitsaðila og, vonandi, á beinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku. Það er ekki órökrétt að óttast þessar framfarir. Innreið gervigreindar mun þurrka út störf og ólíkt því sem gerðist í fyrri iðnbyltingum færast þessi störf ekki ofar eða til hliðar í framleiðslukeðjunni. Um leið og örfá stórfyrirtæki efnast á þessari þróun neyðumst við til að endurhugsa hvað felst í hugtakinu „vinna“. Því í þessum breytingum er ein grundvallarsviðsmynd sem fáir deila um; auður mun safnast á færri hendur sem aldrei fyrr og gríðarlegur fjöldi fólks mun glata lífsviðurværi sínu. „Þarna þurfum við að standa vaktina fyrir mennskuna,“ sagði forsætisráðherra á gamlárskvöld. „Fyrir fólkið, og tryggja að tæknin verði okkur til góðs [...] Það er hægt en allt það sem við gerum nú um mundir getur skipt máli til að tryggja að þessi framtíð verði björt.“ „Mennskan“ í samhengi fjórðu iðnbyltingarinnar er heppilegt leiðarstef. Samskipti, sköpun og gagnrýnin hugsun eru eiginleikar sem vélarnar munu seint tileinka sér. Þannig má líta á þessar miklu breytingar sem tækifæri fyrir upphafningu hins mannlega, þar sem framtíðin er ekki ómennsk dystópía heldur tímabil nýrrar siðvitundar. Að vissu leyti er ákveðin þversögn fólgin í þessum hugmyndum. Enda eru það einmitt störf eins og þau sem við finnum í skólum, öldrunarheimilum og víðar sem ekki eru launuð í samhengi við mikilvægi þar sem framtíð hins mannlega er að finna í veröld algrímsins og gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun
Hin svokallaða fjórða iðnbylting var á allra vörum á árinu sem var að líða. Þessi torkennilegi frasi, sem áður var aðallega að finna í vísindaskáldskap og skrifum framtíðarfræðinga, hefur nú rutt sér til rúms í þjóðmálaumræðunni vítt og breitt um heiminn. Forsætisráðherra minntist á þessar miklu breytingar í áramótaávarpi sínu: „Gagnvart þessari byltingu dugar ekkert minna en þverpólitísk framtíðarsýn um það hvernig á að takast á við sívaxandi sjálfvirkni sem mun breyta öllu umhverfi okkar.“ Fyrsta iðnbyltingin snerist um vatn og gufu, önnur um rafmagn og fjöldaframleiðslu og sú þriðja um upplýsingatækni. Fjórða iðnbyltingin er þegar hafin og tekur til gífurlegra framfara á tiltölulega stuttum tíma í gervigreind, líftækni, efnisfræði, tölvunarfræði og fleiru. Saman munu þessar framfarir umbreyta heimsefnahagnum og samfélagi mannanna. Ekki er hægt að segja annað en að það sé fagnaðarefni að heyra forsætisráðherra undirstrika mikilvægi þess að íslenskt samfélag undirbúi sig fyrir þessar miklu breytingar. Því þessar breytingar eru ekki náttúruhamfarir eða einhver önnur utanaðkomandi ógn. Við þurfum ekki að „aðlagast“ þessum breytingum og taka þar með upp orðræðu félagslegs darwinisma. Þvert á móti eiga þessar breytingar að grundvallast á forsjárhyggju þeirra sem fara með löggjafarvaldið, á árvekni eftirlitsaðila og, vonandi, á beinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku. Það er ekki órökrétt að óttast þessar framfarir. Innreið gervigreindar mun þurrka út störf og ólíkt því sem gerðist í fyrri iðnbyltingum færast þessi störf ekki ofar eða til hliðar í framleiðslukeðjunni. Um leið og örfá stórfyrirtæki efnast á þessari þróun neyðumst við til að endurhugsa hvað felst í hugtakinu „vinna“. Því í þessum breytingum er ein grundvallarsviðsmynd sem fáir deila um; auður mun safnast á færri hendur sem aldrei fyrr og gríðarlegur fjöldi fólks mun glata lífsviðurværi sínu. „Þarna þurfum við að standa vaktina fyrir mennskuna,“ sagði forsætisráðherra á gamlárskvöld. „Fyrir fólkið, og tryggja að tæknin verði okkur til góðs [...] Það er hægt en allt það sem við gerum nú um mundir getur skipt máli til að tryggja að þessi framtíð verði björt.“ „Mennskan“ í samhengi fjórðu iðnbyltingarinnar er heppilegt leiðarstef. Samskipti, sköpun og gagnrýnin hugsun eru eiginleikar sem vélarnar munu seint tileinka sér. Þannig má líta á þessar miklu breytingar sem tækifæri fyrir upphafningu hins mannlega, þar sem framtíðin er ekki ómennsk dystópía heldur tímabil nýrrar siðvitundar. Að vissu leyti er ákveðin þversögn fólgin í þessum hugmyndum. Enda eru það einmitt störf eins og þau sem við finnum í skólum, öldrunarheimilum og víðar sem ekki eru launuð í samhengi við mikilvægi þar sem framtíð hins mannlega er að finna í veröld algrímsins og gervigreindar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun