Borðið bara kökur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Farþegar strætisvagna í Reykjavík sendu í gær út myndir af fullum strætisvögnum undir myllumerkinu #tómirvagnar. Skeytin voru svör við grein Eyþórs Arnalds, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann fann Borgarlínu og strætó allt til foráttu með þeirri gamalkunnu tuggu að Reykvíkingar hafi valið einkabílinn. Segir að markvisst hafi verið þrengt að fjölskyldubílnum. Af myndunum að dæma er upplifun Eyþórs af strætó nokkuð á skjön við reynslu farþeganna. Hann er í hlutverki Mariu Antoinette sem spurði hvers vegna frönsku öreigarnir borðuðu ekki kökur, fyrst brauðið var af skornum skammti. Borgarlína er ekki hugmynd sem fæddist í skyndi og er á umræðustigi. Hún er afrakstur margra ára samvinnuferlis sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Að hefur komið fólk úr öllum flokkum, fjöldi ráðgjafa innlendra og útlendra. Eyþór Arnalds getur ekki blásið því út í hafsauga með einni blaðagrein. Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru í krísu. Einarðasti borgarfulltrúi flokksins, sem er sérhæfður í borgarfræðum frá virtum háskóla í útlöndum, var hrakinn úr flokknum. Nýstárlegar og vel ígrundaðar hugmyndir hans áttu ekki upp á pallborðið. Málflutningur Eyþórs bendir til þess að hann vilji að flokkurinn hjakki í sama farinu, en kjósendur í prófkjöri skyldu vera meðvitaðir um að ekki eru allir frambjóðendur á sömu línu. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið Borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það hlýtur að vera keppikefli. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Fylgifiskurinn er svifryksmengun. Hún mælist langt yfir eðlilegum mörkum. Svifryk í lofti er mun meira en í Denver, þriggja milljóna borg. Reykvíkingum og þeim sem sækja okkur heim stendur ógn af svifryki í loftinu. Málflutningur Eyþórs er líka gamalkunnugt stef sem Reykvíkingar ættu að þekkja. Ef hans líkar hefðu alltaf haft sitt fram gegnum tíðina væri varla grænn blettur í borginni og vart þverfótað fyrir hraðbrautum. Borgarlína er dýr, en hún er stór og metnaðarfull. Framfarahugur kostar peninga sem greiðast úr sameiginlegum sjóðum. Peningarnir sparast annars staðar. Góðir kostir í almenningssamgöngum gefa mörgum fjölskyldum kost á að spara mikil útgjöld. Ábatinn af því að búa vel að hjólreiðafólki og gangandi fólki er ótvíræður, minnkar ekki bara eyðslu heldur stuðlar að heilsubót og dregur úr álagi á heilbrigðiskerfið. Eykur lífshamingju. Spurning er hvort Eyþór og félagar hafi ferðast til útlendra stórborga. Engin borg meðal borga hefur verið skipulögð út frá einkabílnum. Þvert á móti, og nú er víðast vísvitandi þrengt að einkabílnum. Í London þarf að greiða há gjöld til að komast inn í miðborgina á bíl, enda hefur mengun snarminnkað. Fáum dettur í hug að keyra inn í miðborg Kaupmannahafnar. Stöðumælar eru vandfundnir og bílastæðagjöld mun hærri en í Reykjavík. Sömu sögu er að segja frá Ósló, þrátt fyrir kalda og niðdimma vetur. Alltof lengi hefur einkabíllinn fengið að vera í fyrsta sæti í skipulagi Reykjavíkur. Borgarbúar hafa ekki valið einkabílinn, heldur hefur honum verið þröngvað upp á þá. Borgarlína gefur fyrirheit um að þessi úrelti hugsunarháttur sé á útleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun
Farþegar strætisvagna í Reykjavík sendu í gær út myndir af fullum strætisvögnum undir myllumerkinu #tómirvagnar. Skeytin voru svör við grein Eyþórs Arnalds, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann fann Borgarlínu og strætó allt til foráttu með þeirri gamalkunnu tuggu að Reykvíkingar hafi valið einkabílinn. Segir að markvisst hafi verið þrengt að fjölskyldubílnum. Af myndunum að dæma er upplifun Eyþórs af strætó nokkuð á skjön við reynslu farþeganna. Hann er í hlutverki Mariu Antoinette sem spurði hvers vegna frönsku öreigarnir borðuðu ekki kökur, fyrst brauðið var af skornum skammti. Borgarlína er ekki hugmynd sem fæddist í skyndi og er á umræðustigi. Hún er afrakstur margra ára samvinnuferlis sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Að hefur komið fólk úr öllum flokkum, fjöldi ráðgjafa innlendra og útlendra. Eyþór Arnalds getur ekki blásið því út í hafsauga með einni blaðagrein. Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru í krísu. Einarðasti borgarfulltrúi flokksins, sem er sérhæfður í borgarfræðum frá virtum háskóla í útlöndum, var hrakinn úr flokknum. Nýstárlegar og vel ígrundaðar hugmyndir hans áttu ekki upp á pallborðið. Málflutningur Eyþórs bendir til þess að hann vilji að flokkurinn hjakki í sama farinu, en kjósendur í prófkjöri skyldu vera meðvitaðir um að ekki eru allir frambjóðendur á sömu línu. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið Borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það hlýtur að vera keppikefli. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Fylgifiskurinn er svifryksmengun. Hún mælist langt yfir eðlilegum mörkum. Svifryk í lofti er mun meira en í Denver, þriggja milljóna borg. Reykvíkingum og þeim sem sækja okkur heim stendur ógn af svifryki í loftinu. Málflutningur Eyþórs er líka gamalkunnugt stef sem Reykvíkingar ættu að þekkja. Ef hans líkar hefðu alltaf haft sitt fram gegnum tíðina væri varla grænn blettur í borginni og vart þverfótað fyrir hraðbrautum. Borgarlína er dýr, en hún er stór og metnaðarfull. Framfarahugur kostar peninga sem greiðast úr sameiginlegum sjóðum. Peningarnir sparast annars staðar. Góðir kostir í almenningssamgöngum gefa mörgum fjölskyldum kost á að spara mikil útgjöld. Ábatinn af því að búa vel að hjólreiðafólki og gangandi fólki er ótvíræður, minnkar ekki bara eyðslu heldur stuðlar að heilsubót og dregur úr álagi á heilbrigðiskerfið. Eykur lífshamingju. Spurning er hvort Eyþór og félagar hafi ferðast til útlendra stórborga. Engin borg meðal borga hefur verið skipulögð út frá einkabílnum. Þvert á móti, og nú er víðast vísvitandi þrengt að einkabílnum. Í London þarf að greiða há gjöld til að komast inn í miðborgina á bíl, enda hefur mengun snarminnkað. Fáum dettur í hug að keyra inn í miðborg Kaupmannahafnar. Stöðumælar eru vandfundnir og bílastæðagjöld mun hærri en í Reykjavík. Sömu sögu er að segja frá Ósló, þrátt fyrir kalda og niðdimma vetur. Alltof lengi hefur einkabíllinn fengið að vera í fyrsta sæti í skipulagi Reykjavíkur. Borgarbúar hafa ekki valið einkabílinn, heldur hefur honum verið þröngvað upp á þá. Borgarlína gefur fyrirheit um að þessi úrelti hugsunarháttur sé á útleið.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun