Gestir taka himingeiminn með sér heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:45 Katrín og Lukas búa í Þýskalandi og halda til síns heima strax eftir helgi en verða í Nýlistasafninu við opnun sýningarinnar í dag og svo í listamannaspjalli á sunnudaginn. Vísir/Vilhelm Þegar blaðamann ber að garði í Nýlistasafninu er myndlistarfólkið Katrín Agnes Klar og Lukas Kinderman í óða önn að hengja upp plaköt á stóran vegg og mynda með þeim sérstakt mynstur. Becky Forsythe sýningarstjóri leggur línurnar. „Grunnurinn að þessu verki er ljósmynd sem ég tók skýjum ofar á flugi milli Íslands og Þýskalands,“ segir Katrín brosandi og bendir á að plakötin verði líka í stöflum á gólfinu til reiðu fyrir gesti sem vilja taka brot af himingeimnum með sér heim. Myndir Lukasar eru enn í stöflum upp við vegg, þær líkjast vefnaði, þar sem uppistaða og ívaf mynda ólík mynstur. Allt eru það prentverk. Auk þess er hann með þrívíddarlíkön af ýmsum hlutum, meðal annars einum grip úr geimnum. Distant Matter útleggst sem Fjarlægt efni og í sýningunni er unnið með fjarlægðir í víðum skilningi orðsins. Katrín og Lukas eru par. Þau búa og starfa í München í Þýskalandi en Katrín er dóttir Ingu Ragnarsdóttur, myndlistarkonu og fararstjóra, og hefur verið viðloðandi Ísland frá fyrstu tíð. Lukas er þýskur en er orðinn lunkinn í íslenskunni líka enda kveðst hann oft hafa komið til landsins síðustu tíu ár, eða frá því þau Katrín kynntust. „Við vorum í sama listaháskóla í Þýskalandi og hittumst þar,“ segir hann brosandi. „Það heitir Media-myndlist sem við lærðum, þá aðallega nýmiðlunarlist, vídeó og svoleiðis en nú erum við bæði mikið að vinna í alls konar prenttækni og í verkum sem snúast dálítið um miðlunina sjálfa,“ botnar Katrín. Þau segjast bæði hafa alist upp við myndlist heima fyrir og þar hafi brautin verið lögð á vissan hátt. Katrín og Lukas hafa sýnt víða í Evrópu, ýmist saman eða með öðrum en er Distant Matter þeirra fyrsta sýning hér á landi? „Fyrsta stóra sýningin,“ segir Katrín. „Við vorum með litla sýningu á Seyðisfirði 2014 og meðal gesta þar var Becky Forsythe sýningarstjóri, eftir það kviknaði hugmyndin hjá henni um að fá okkur hingað í Nýlistasafnið. Undanfarið höfum við verið í þéttu sambandi við hana við að velja verkin.“ Distant Matter verður opnuð í dag í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, milli klukkan 17 og 19. Á sunnudaginn klukkan 14 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóranum. Síðan munu þau Katrín og Lukas rjúka aftur út til Þýskalands til sinna starfa. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar blaðamann ber að garði í Nýlistasafninu er myndlistarfólkið Katrín Agnes Klar og Lukas Kinderman í óða önn að hengja upp plaköt á stóran vegg og mynda með þeim sérstakt mynstur. Becky Forsythe sýningarstjóri leggur línurnar. „Grunnurinn að þessu verki er ljósmynd sem ég tók skýjum ofar á flugi milli Íslands og Þýskalands,“ segir Katrín brosandi og bendir á að plakötin verði líka í stöflum á gólfinu til reiðu fyrir gesti sem vilja taka brot af himingeimnum með sér heim. Myndir Lukasar eru enn í stöflum upp við vegg, þær líkjast vefnaði, þar sem uppistaða og ívaf mynda ólík mynstur. Allt eru það prentverk. Auk þess er hann með þrívíddarlíkön af ýmsum hlutum, meðal annars einum grip úr geimnum. Distant Matter útleggst sem Fjarlægt efni og í sýningunni er unnið með fjarlægðir í víðum skilningi orðsins. Katrín og Lukas eru par. Þau búa og starfa í München í Þýskalandi en Katrín er dóttir Ingu Ragnarsdóttur, myndlistarkonu og fararstjóra, og hefur verið viðloðandi Ísland frá fyrstu tíð. Lukas er þýskur en er orðinn lunkinn í íslenskunni líka enda kveðst hann oft hafa komið til landsins síðustu tíu ár, eða frá því þau Katrín kynntust. „Við vorum í sama listaháskóla í Þýskalandi og hittumst þar,“ segir hann brosandi. „Það heitir Media-myndlist sem við lærðum, þá aðallega nýmiðlunarlist, vídeó og svoleiðis en nú erum við bæði mikið að vinna í alls konar prenttækni og í verkum sem snúast dálítið um miðlunina sjálfa,“ botnar Katrín. Þau segjast bæði hafa alist upp við myndlist heima fyrir og þar hafi brautin verið lögð á vissan hátt. Katrín og Lukas hafa sýnt víða í Evrópu, ýmist saman eða með öðrum en er Distant Matter þeirra fyrsta sýning hér á landi? „Fyrsta stóra sýningin,“ segir Katrín. „Við vorum með litla sýningu á Seyðisfirði 2014 og meðal gesta þar var Becky Forsythe sýningarstjóri, eftir það kviknaði hugmyndin hjá henni um að fá okkur hingað í Nýlistasafnið. Undanfarið höfum við verið í þéttu sambandi við hana við að velja verkin.“ Distant Matter verður opnuð í dag í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, milli klukkan 17 og 19. Á sunnudaginn klukkan 14 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóranum. Síðan munu þau Katrín og Lukas rjúka aftur út til Þýskalands til sinna starfa.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira