Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 14:55 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Lögreglan segir flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. „Oftar en ekki virðast skartgripir og peningar á heimilum vera geymdir í svefnherbergjum og þangað hafa þjófarnir leitað. Þótt þjófavarnarkerfi séu á mörgum heimilum virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki staðsettir í eða við svefnherbergi og er það umhugsunarefni. Allt kapp er lagt á að reyna að upplýsa þessi mál og því viljum við rifja upp nokkur atriði, bæði í þeirri von hafa hendur í hári innbrotsþjófanna og ekki síður að koma í veg fyrir innbrot,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að ekki sé ósennilegt að sést hafi til þjófanna í einhverjum tilvikum. Því ítrekar lögreglan að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og taki ljósmyndir ef slíkt sé mögulegt. Þar að auki geti fólk skrifað hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánast umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Þá vill lögreglan minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum. Loka gluggum og jafnvel tilkynna nágrönnum þegar farið er að heiman. Sömuleiðis geti nágrannavarsla skipt sköpum þegar komi að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Þar að auki sé gott að kveikja útiljós þar sem þau séu til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá mannaferðir við hús. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Lögreglan segir flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. „Oftar en ekki virðast skartgripir og peningar á heimilum vera geymdir í svefnherbergjum og þangað hafa þjófarnir leitað. Þótt þjófavarnarkerfi séu á mörgum heimilum virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki staðsettir í eða við svefnherbergi og er það umhugsunarefni. Allt kapp er lagt á að reyna að upplýsa þessi mál og því viljum við rifja upp nokkur atriði, bæði í þeirri von hafa hendur í hári innbrotsþjófanna og ekki síður að koma í veg fyrir innbrot,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að ekki sé ósennilegt að sést hafi til þjófanna í einhverjum tilvikum. Því ítrekar lögreglan að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og taki ljósmyndir ef slíkt sé mögulegt. Þar að auki geti fólk skrifað hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánast umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Þá vill lögreglan minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum. Loka gluggum og jafnvel tilkynna nágrönnum þegar farið er að heiman. Sömuleiðis geti nágrannavarsla skipt sköpum þegar komi að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Þar að auki sé gott að kveikja útiljós þar sem þau séu til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá mannaferðir við hús. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira