Víkurbúar fylkja sér um breikkun þjóðvegarins Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Þjóðvegurinn klýfur þorpið en þar aka milljón bílar á ári. Vísir/Vilhelm „Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira