Víðines minnir á geðveikrahæli Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án stuðnings. Hér er hann með Gylfa Ægissyni. vísir/hanna „Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Sjá meira