Innlent

Enn lokað á milli Súðavíkur og Ísafjarðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Súðavík í Ísafjarðardjúpi.
Súðavík í Ísafjarðardjúpi. Vísir/Ernir
Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Vestfjörðum sem seigr ákvörðunina hafa verið tekna í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Flateyrarvegur er einnig lokaður af öryggisástæðum.

Beðið verður með opnun Súðavíkurhlíðar og Kirkjubólshlíðar þar til birtir í fyrramálið og aðstæður verða betri.

Á Facebooksíðu lögreglunnar segir að bætt hafi í snjó í dag og að enn sé von á einhverri úrkomu, þó minni en hafi verið í dag.

Þeim sem ætla að fara milli staða eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum á Facebooksíðu lögreglunnar og heimasíðum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands. Einnig má hafa samaband við upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×