Ömurleg aðkoma þegar 12 þúsund kjúklingar brunnu inni Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2018 14:10 Slökkvistarf gekk ágætlega en eldur kom upp í kjúklingabúinu á Oddsmýri í gær. Björn bóndi var á sjúkrahúsi í nótt vegna reykeitrunar. „Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri. Dýr Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Þetta var alveg ömurlegt,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd. Í gær kom upp eldur í einu kjúklingahúsa hans og brunnu þar inni eða drápust úr reykeitrun 12 þúsund kjúklingar. Greint var frá á RÚV í gær. Björn segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið grátlegt. Hann var nýbúinn að taka á móti kjúklingaungum sem hann fær jafnan frá útungunarstöð á Hellu. Kjúklingarnir voru nýkomnir í húsið þegar upp kom eldur. Talið er að hann eigi upptök sín í hitablásara í húsinu.Glænýir kjúklingar„Kjúklingarnir voru bara glænýir og flottir,“ segir Björn og að grátlegt hafi verið að horfa uppá þetta. „Maður gat ekkert gert. Ég reyndi að fara þarna inn og slökkva en það gekk ekki neitt. Það var svo mikill reykur.“Björn kjúklingabóndi reyndi að ráða niðurlögum eldsins en ekki var við neitt ráðið vegna reyks.Björn kjúklingabóndi er nýútskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann dvaldi í nótt vegna reykeitrunar. Hann er allur að koma til. Í dag verður tjónið metið og allar aðstæður. Björn útskýrir að hann sé bússtjóri á staðnum, Reykjagarður á búnaðinn og fuglana. Svo er annar aðili sem á húsin. „Ég titla mig kjúklingabónda og sé um þetta eldi fyrir Reykjagarð, sem til dæmis selur undir vörumerkjum Holta. Sláturfélag Suðurlands á svo Reykjagarð.“Áhyggjur af því að vatnið á slökkvibílunum dygði ekkiStarfsemin fer fram í fimm húsum sem eru á staðnum. Að jafnaði eru um 55 þúsund kjúklingar á staðnum. Kjúklingana hefur Björn í um fimm vikur áður en þeir eru sendir aftur til Hellu í slátrun. Björn segir að svo hafi viljað til að hann hafi verið með mann á staðnum í snjómokstri sem er í slökkviliðinu á Akranesi. Sem var lán í óláni, hann gat hringt beint inn og gefið góða lýsingu á öllum aðstæðum. Björn segir jafnframt að hann hafi heyrt af áhyggjum slökkviliðsmannanna, að það vatnið myndi klárast af tönkunum en það er ekki svo í dreifbýlinu að brunahanar séu á hverju strái. „Við svona aðstæður þarf að vera með stærri bíla,“ segir Björn. Þó vel hafi tekist til við slökkvistarf var það ekki síst því að þakka að slökkviliðsmennirnir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.Áfallið á eftir að koma framBjörn segir þetta vissulega hafa verið áfall, en áhrif þess séu kannski ekki komin fram hvað sig varði, að fullu. „Þetta er að sunkast inn. Mjög skrítið að lenda í þessu.“ Björn, sem er ungur maður, hann verður þrítugur á þessu ári, hefur verið kjúklingabóndi í fjögur ár. Tilviljun réði því að hann lagði kjúklingaræktina fyrir sig. Hann hafði haft áhuga á bústörfum og átti fáeinar kindur sem hann var með sem hobbí-búskap, en hann vissi ekkert um kjúklingabúskap. Björn heyrði svo af þessari stöðu árið 2014. „Þá fór ég og kynnti mér þetta, leist mjög vel á og fór til Edinborgar í Skotlandi til að læra þetta. Kom mér á óvart hversu skemmtilegt þetta hefur reynst,“ segir Björn sem nú upplifir erfiða daga á Oddsmýri.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira