„Til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 19:30 Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún. MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún.
MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34
Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23