Íslenska vegakerfið fær lága einkunn Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 21:00 Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum. Samgöngur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum.
Samgöngur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira