Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 12:06 Sigmundur Davíð er formaður Miðflokksins. vísir/Ernir „Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara galið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins um fyrirhuguð áform um Borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og var umræðuefnið skipulagsmál. Snerist umræðan fyrst og fremst um borgarlínuna.Sagðist Sigmundur Davíð almennt vera sammála þeim rökum sem færð eru fram um að þétt byggð geti haft ýmsa kosti en samkvæmt áætlunum er stefnt að því að þétta byggð í Reykjavík umtalsvert.Hann segir þó að þrátt fyrir þetta þurfi að líta til aðstæðna á hverjum stað, ekki sé hægt að taka ákvarðanir varðandi Reykjavík út frá því hvernig hlutirnir virka í London.„Þar hafa menn verið að feta sig eftir hættulegri braut, eða línu, í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu að undaförnu. Birtist meðal annars í þessum áformum um Borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði Sigmundur Davíð að þessar áform féllu ekki að eðli borgarinnar og gætu ekki gengið. Ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur.Annað af tvennu þyrfti að vera til staðar til þess að slíkt gæti gengið eftir en hvorugt væri til staðar á höfuðborgarsvæðinu.„Annað hvort þarftu það þétta byggð að þú sért bæði með mikinn þéttleika í kringum brottfararstöðvarnar, stöðvarnar þar sem fólkið kemur af heimilum sínum, og þéttleika í kringum áfangastaðina. Þannig að aðstæður í kringum hverja stöð ertu með mikið af fólki eða mikið af starfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð.Í hinu tilvikinu væri þörf á að því að hafa sterka miðju eða kjarna á borð við London eða Kaupmannahöfn. Í því tilviki væri eftirsóknarvert að búa við stöð þar sem auðvelt væri að komast inn í kjarnann.„Hvorugt af þessu er til staðar hér,“ sagði Sigmundur Davíð sem telur að miðborg Reykjavíkur væri ekki nógu sterk til þess að geta verið þessi kjarni sem hann talaði um.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00
Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00