Myrkraverk sem hreyfa við ímyndunaraflinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2018 13:15 Myndlistarkonurnar Sigríður Björg Sigurðardóttir og Jóhanna Bogadóttir ásamt sýningarstjóranum Markúsi Þór Andréssyni. Fréttablaðið/Vilhelm „Hér erum við með þrjú hólf og tvo listamenn frá ólíkum tímum í hverju rými,“ segir Markús Þór Andrésson sýningarstjóri um leið og við stígum inn fyrir þröskuld austursalarins á Kjarvalsstöðum. Þar er verið að ljúka uppsetninu sýningarinnar Myrkraverk sem verður opnuð á morgun klukkan 16. Verkin spanna tímabilið frá 1933 til dagsins í dag, nýjasta verkið er í mótun því listakonan Sigga Björg Sigurðardóttir er að leggja lokahönd á eitt af sínum merkilegu skrímslum, sem einnig dreifa úr sér á öðrum hliðarveggnum. Salnum deilir Sigga með Sigurði Ámundasyni sem er yngsti kandidatinn á sýningunni. Verk hans eru stór, súrrealísk og epísk. „Hér á tími, ferðalag og framvinda sér stað, draumórar – eða draugar á kreiki. Sigurður er allur í undirmeðvitundinni og farinn að tala eins og gamall bóndi, kveðst orðinn berdreyminn og segir sum verkin hafa forspárgildi,“ segir Markús Þór glaðlega. „En hann er í nútímanum líka því sumum verkum hans má líkja við tölvuleikjaborð og heim sem þar birtist,“ bætir hann við.Ein af dæmigerðum myndum Alfreðs Flóka.Við færum okkur yfir í næsta sal sem samtíðafólkið Jóhanna Bogadóttir og Alfreð Flóki (1938–1987) skipta með sér. Svo vel hittist á að Jóhanna er mætt, Markús spyr hana hvernig henni lítist á og hún lætur vel af því. Elstu verkin hennar í miðju rýminu eru frá 1980-81, grafísk verk sem koma úr pælingum þess tíma, þegar fólk var að vakna til vitundar um umhverfismál og femínisma. „Allt tjáir ólgu í samfélaginu og ofgnótt,“ bendir Markús Þór á. Hann fræðir mig um að á þessari öld hafi Jóhanna farið þrívegis til Afríku og segir nýrri verkin full af hugmyndum þaðan. Hún tekur undir það. „Ég mætti Afríku eins og einhverju langþráðu sem ég hafði beðið eftir. Þessvegna kalla ég seríuna Ísland-Afríka – einn heimur. Þegar mér bauðst að taka þátt í þessari sýningu fór ég að hugsa, hvað eru myrkraverk? og ég legg áherslu á að þau eru ekki úr handanheimum heldur verk mannanna sem eru á bak við stöðu mála.“Mynd eftir Ástu Sigurðar sem upphaflega var í einni af bókum hennar.Kola- og pennateikningar Alfreðs Flóka eru úr safneign Listasafns Reykjavíkur, að sögn Markúsar Þórs. Hann leiðir mig fyrst að borði með verkum sem túlka áhugasvið Flóka á unglingsárum, þar eru biblían, Don Kíkóti, Dostojevskí og Íslendingasögurnar. „Ef einhver var á myrkum slóðum þá var það Alfreð Flóki. Stöðugt að grufla í breyskleika mannanna og alls kyns órum. Alltaf að ögra,“ segir Markús Þór og bendir á að svipaðan tón megi finna í verkum Ástu Sigurðardóttur (1930-1971). „Ásta var í stöðugri baráttu við broddborgarana og stuðaði fólk bæði sem manneskja og í list sinni,“ segir hann og við hröðum okkur í salinn sem geymir hennar verk, á stökum vegg á miðju gólfi. Þar eru meðal annars myndir sem fjölskylda hennar á og áður birtust sem dúkristur í bókum hennar en Jóhann Torfason, sérfræðingur í grafíklistum, hefur nú þrykkt á pappír. Markús Þór vekur líka athygli á málverki sem enn er niðri við gólf, dálítið stuðandi og bendandi á yfirsjónir okkar mannanna. „Síðan verðum við með skjá þar sem við flettum gegnum mannspilin sem hún teiknaði. Allt er þetta mikið fágæti,“ segir hann.Grafíkmynd sem málað er ofan í. Verkið er eftir Kristin Pétursson og er úr stórri þjóðsagnaseríu sem hann vann úti í Danmörku.Síðustu listaverkin sem við gefum gaum eru eftir Kristin Pétursson (1896–1981), öll í sömu stærð og mynda línu eftir öllum veggjum salarins. „Hér eru þessar fallegu ætingar. Kristinn var fyrstur Íslendinga til að tileinka sér það grafíkform,“ segir Markús Þór. „Grafíkmyndir sem hann svo málaði í fáránlegum litum, fór út fyrir rammana og gerði allskonar skrítna hluti sem gerir myndirnar svo sláandi. Allt sama serían frá 1933 sem hann gerði úti í Danmörku, nýbúinn í námi.“ Ein mynd Kristins nefnist Foreldrar skoffíns og sýnir skott á kisu og ref. „Íslensku þjóðsagnaminnin eru hér í bland við hin alþjóðlegu,“ segir Markús Þór og bendir líka á nokkrar myndir neðarlega á vegg. „Við reynum að hengja þetta þannig upp að krakkar geti líka fengið að kafa ofan í myndirnar, þær hreyfa svo skemmtilega við ímyndunaraflinu og okkur langar að þessi sýning sé fjölskylduvæn.“ Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hér erum við með þrjú hólf og tvo listamenn frá ólíkum tímum í hverju rými,“ segir Markús Þór Andrésson sýningarstjóri um leið og við stígum inn fyrir þröskuld austursalarins á Kjarvalsstöðum. Þar er verið að ljúka uppsetninu sýningarinnar Myrkraverk sem verður opnuð á morgun klukkan 16. Verkin spanna tímabilið frá 1933 til dagsins í dag, nýjasta verkið er í mótun því listakonan Sigga Björg Sigurðardóttir er að leggja lokahönd á eitt af sínum merkilegu skrímslum, sem einnig dreifa úr sér á öðrum hliðarveggnum. Salnum deilir Sigga með Sigurði Ámundasyni sem er yngsti kandidatinn á sýningunni. Verk hans eru stór, súrrealísk og epísk. „Hér á tími, ferðalag og framvinda sér stað, draumórar – eða draugar á kreiki. Sigurður er allur í undirmeðvitundinni og farinn að tala eins og gamall bóndi, kveðst orðinn berdreyminn og segir sum verkin hafa forspárgildi,“ segir Markús Þór glaðlega. „En hann er í nútímanum líka því sumum verkum hans má líkja við tölvuleikjaborð og heim sem þar birtist,“ bætir hann við.Ein af dæmigerðum myndum Alfreðs Flóka.Við færum okkur yfir í næsta sal sem samtíðafólkið Jóhanna Bogadóttir og Alfreð Flóki (1938–1987) skipta með sér. Svo vel hittist á að Jóhanna er mætt, Markús spyr hana hvernig henni lítist á og hún lætur vel af því. Elstu verkin hennar í miðju rýminu eru frá 1980-81, grafísk verk sem koma úr pælingum þess tíma, þegar fólk var að vakna til vitundar um umhverfismál og femínisma. „Allt tjáir ólgu í samfélaginu og ofgnótt,“ bendir Markús Þór á. Hann fræðir mig um að á þessari öld hafi Jóhanna farið þrívegis til Afríku og segir nýrri verkin full af hugmyndum þaðan. Hún tekur undir það. „Ég mætti Afríku eins og einhverju langþráðu sem ég hafði beðið eftir. Þessvegna kalla ég seríuna Ísland-Afríka – einn heimur. Þegar mér bauðst að taka þátt í þessari sýningu fór ég að hugsa, hvað eru myrkraverk? og ég legg áherslu á að þau eru ekki úr handanheimum heldur verk mannanna sem eru á bak við stöðu mála.“Mynd eftir Ástu Sigurðar sem upphaflega var í einni af bókum hennar.Kola- og pennateikningar Alfreðs Flóka eru úr safneign Listasafns Reykjavíkur, að sögn Markúsar Þórs. Hann leiðir mig fyrst að borði með verkum sem túlka áhugasvið Flóka á unglingsárum, þar eru biblían, Don Kíkóti, Dostojevskí og Íslendingasögurnar. „Ef einhver var á myrkum slóðum þá var það Alfreð Flóki. Stöðugt að grufla í breyskleika mannanna og alls kyns órum. Alltaf að ögra,“ segir Markús Þór og bendir á að svipaðan tón megi finna í verkum Ástu Sigurðardóttur (1930-1971). „Ásta var í stöðugri baráttu við broddborgarana og stuðaði fólk bæði sem manneskja og í list sinni,“ segir hann og við hröðum okkur í salinn sem geymir hennar verk, á stökum vegg á miðju gólfi. Þar eru meðal annars myndir sem fjölskylda hennar á og áður birtust sem dúkristur í bókum hennar en Jóhann Torfason, sérfræðingur í grafíklistum, hefur nú þrykkt á pappír. Markús Þór vekur líka athygli á málverki sem enn er niðri við gólf, dálítið stuðandi og bendandi á yfirsjónir okkar mannanna. „Síðan verðum við með skjá þar sem við flettum gegnum mannspilin sem hún teiknaði. Allt er þetta mikið fágæti,“ segir hann.Grafíkmynd sem málað er ofan í. Verkið er eftir Kristin Pétursson og er úr stórri þjóðsagnaseríu sem hann vann úti í Danmörku.Síðustu listaverkin sem við gefum gaum eru eftir Kristin Pétursson (1896–1981), öll í sömu stærð og mynda línu eftir öllum veggjum salarins. „Hér eru þessar fallegu ætingar. Kristinn var fyrstur Íslendinga til að tileinka sér það grafíkform,“ segir Markús Þór. „Grafíkmyndir sem hann svo málaði í fáránlegum litum, fór út fyrir rammana og gerði allskonar skrítna hluti sem gerir myndirnar svo sláandi. Allt sama serían frá 1933 sem hann gerði úti í Danmörku, nýbúinn í námi.“ Ein mynd Kristins nefnist Foreldrar skoffíns og sýnir skott á kisu og ref. „Íslensku þjóðsagnaminnin eru hér í bland við hin alþjóðlegu,“ segir Markús Þór og bendir líka á nokkrar myndir neðarlega á vegg. „Við reynum að hengja þetta þannig upp að krakkar geti líka fengið að kafa ofan í myndirnar, þær hreyfa svo skemmtilega við ímyndunaraflinu og okkur langar að þessi sýning sé fjölskylduvæn.“
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira