Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira