„Konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu“ Guðný Hrönn skrifar 11. janúar 2018 09:45 Meistararitgerð Auðar fjallaði um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlistarsköpun. VÍSIR/ANTON BRINK Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“ Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira