Almenningur ekki lengi að bregðast við: Vantar fyrst og fremst húsnæði fyrir fjölskylduna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:15 Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55
Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57