„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi. Kjaramál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi.
Kjaramál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira