Gylfi segist ekkert hafa að óttast Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2018 16:30 Báðir verkalýðsforingjarnir fagna auknu framboði af fólki sem vill leggja sitt af mörkum í verkalýðshreyfingunni. Mynd/samsett Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“ Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“
Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira