Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2018 08:45 Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja seinnipart sumars. Fær hún nafnð Vilborg? Vegagerðin Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu. Samgöngur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu.
Samgöngur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira