Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2018 08:45 Ný Vestmannaeyjaferja á að hefja siglingar milli lands og Eyja seinnipart sumars. Fær hún nafnð Vilborg? Vegagerðin Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu. Samgöngur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðillinn Eyjar.net birti í slúðurdálki vangaveltur um að einhverjir ónafngreindir ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. „Það styttist í að ný Vestmannaeyjaferja verði fullbúin, en reiknað er með að hún komi til landsins síðsumars. Nú er hvíslað um það að verið sé að hugsa um að finna nýju ferjunni nýtt nafn. Hvíslað er um að einhverjir ráðamenn séu orðnir þreyttir á Herjólfs-nafninu og er hugsanlegt að þeir telji þetta lagfæra svokallaðan ímyndarvanda og jafnvel sjóveiki. Sagt er að Herjólfur Bárðarson hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og hefur það nafn oftast verið nefnt í þessu samhengi,“ segir á Eyjar.net, sem kallar jafnframt eftir hugmyndum frá lesendum. Í athugasemdadálki hafa nokkrir tekið undir nafnið Vilborg, meðan aðrir vilja halda í Herjólfsnafnið. Fleiri nöfn eru nefnd, eins og Eyjólfur, Dufþakur, Elliði, Heimaey, Skaftfellingur, Sandgerður, Árni Johnsen, Ísólfur og Ferjólfur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kveður skýrt að orði: „Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega. Herjólfur skal það vera og ekkert annað,“ segir Geir Jón. Þá má spyrja hvort tími sé kominn til að hampa Ormi ánauðga en mismunandi útgáfum Landnámabókar ber ekki saman um hver var fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Melabók og Hauksbók segja það hafa verið Herjólf Bárðarson en Sturlubók segir að Ormur ánauðgi Bárðarson hafi fyrstur byggt Vestmannaeyjar, en hann er einnig nefndur Ormur auðgi. Kona Orms er sögð hafa heitið Þorgerður og dóttir þeirra Halldóra, ef menn kjósa fremur að rétta hlut kvenna sem koma við sögu landnámsins. Um Vilborgu, dóttur Herjólfs, er annars sögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar sem lesa má um á Snerpu.
Samgöngur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira