Minnast Bato sem gerði Ísland að betri stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2018 15:22 Fjölmargir Íslendingar minnast Bato á samfélagsmiðlum. Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi. Andlát Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi.
Andlát Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira