Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Vísir/eyþór „Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08