Norska hræsnin Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Eru það ósamrýmanlegir hlutir að stefna að því að ná markmiðum Parísarsáttmálans um losun gróðurhúsalofttegunda en leita að olíu innan lögsögunnar á sama tíma? Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfum sínum. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun telur að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna tveggja. Það er eitthvað málum blandið hver sé raunveruleg ástæða að baki ákvörðun fyrirtækjanna um að draga sig út úr verkefninu. Greint var frá því á þriðjudag að Petoro hafi fylgt kínverska fyrirtækinu að málum enda er það stefna Petoro að vera aðeins rétthafi sérleyfa en ekki framkvæmdaaðili. Þá virðist það ekki hafa hjálpað til að Venstre, sem á aðild að nýrri ríkisstjórn Noregs, hefur alfarið lagst gegn olíuleit á Jan Mayen-hryggnum þar sem Drekasvæðið liggur. Hver sem ástæðan er þá er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra nokkuð sáttur við þessa niðurstöðu. Hann sagði í samtali við Bylgjuna á þriðjudag að hann teldi að olíuvinnsla á Drekasvæðinu og aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda færu ekki saman. „Almennt séð þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ sagði ráðherrann. En er það svo? Hvað með öll þau olíuríki sem eru aðilar að Parísarsáttmálanum? Eru þessi ríki þá ekki í siðferðiskrísu? Það er hugsanlegt. Forystumönnum þessara ríkja er væntanlega umhugað um að gæta efnahagslegra hagsmuna borgara sinna á meðan olía er enn þá lögleg, útbreiddasti orkugjafinn í samgöngum og verðmæt eftir því. Það er þá líka umhugsunarefni hvers vegna 340 þúsund manna smáríki í Norður-Atlantshafi eigi að setja siðferðisþröskuldinn ofar en öll önnur þjóðríki á jörðinni. Í nýlegri skýrslu hugveitunnar Oil Change International segir að áframhaldandi olíuleit Norðmanna grafi undan vinnu í loftslagsmálum á grundvelli Parísarsáttmálans. Í þessum aðgerðum Norðmanna felist líka hugarmisræmi (e. cognitive dissonance) sem notað er til að lýsa því þegar ósamræmi er á milli viðhorfs og hegðunar. Norðmenn hafi ráðist í metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun kolefnis en á sama tíma séu þeir að gefa út ný olíuleitarleyfi af fullum krafti. Bara í síðustu viku úthlutuðu norsk stjórnvöld 75 nýjum sérleyfum til olíuvinnslu í norsku lögsögunni í Barentshafi, Noregshafi og Norðursjó. Ef við samþykkjum röksemdarfærslu umhverfisráðherra að það sé ekki samrýmanlegt markmiðum okkar í loftslagsmálum að halda áfram olíuleit á Drekasvæðinu samhliða aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá getum við allavega verið ánægð með að við séum ekki jafn miklir hræsnarar og Norðmenn. Við getum þá sagt að við stöndum á prinsippum okkar í umhverfismálum ólíkt frændum okkar. Við verðum þá fyrir vikið áfram jafn „fátækir“ prinsippmenn.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Eru það ósamrýmanlegir hlutir að stefna að því að ná markmiðum Parísarsáttmálans um losun gróðurhúsalofttegunda en leita að olíu innan lögsögunnar á sama tíma? Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfum sínum. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun telur að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna tveggja. Það er eitthvað málum blandið hver sé raunveruleg ástæða að baki ákvörðun fyrirtækjanna um að draga sig út úr verkefninu. Greint var frá því á þriðjudag að Petoro hafi fylgt kínverska fyrirtækinu að málum enda er það stefna Petoro að vera aðeins rétthafi sérleyfa en ekki framkvæmdaaðili. Þá virðist það ekki hafa hjálpað til að Venstre, sem á aðild að nýrri ríkisstjórn Noregs, hefur alfarið lagst gegn olíuleit á Jan Mayen-hryggnum þar sem Drekasvæðið liggur. Hver sem ástæðan er þá er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra nokkuð sáttur við þessa niðurstöðu. Hann sagði í samtali við Bylgjuna á þriðjudag að hann teldi að olíuvinnsla á Drekasvæðinu og aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda færu ekki saman. „Almennt séð þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ sagði ráðherrann. En er það svo? Hvað með öll þau olíuríki sem eru aðilar að Parísarsáttmálanum? Eru þessi ríki þá ekki í siðferðiskrísu? Það er hugsanlegt. Forystumönnum þessara ríkja er væntanlega umhugað um að gæta efnahagslegra hagsmuna borgara sinna á meðan olía er enn þá lögleg, útbreiddasti orkugjafinn í samgöngum og verðmæt eftir því. Það er þá líka umhugsunarefni hvers vegna 340 þúsund manna smáríki í Norður-Atlantshafi eigi að setja siðferðisþröskuldinn ofar en öll önnur þjóðríki á jörðinni. Í nýlegri skýrslu hugveitunnar Oil Change International segir að áframhaldandi olíuleit Norðmanna grafi undan vinnu í loftslagsmálum á grundvelli Parísarsáttmálans. Í þessum aðgerðum Norðmanna felist líka hugarmisræmi (e. cognitive dissonance) sem notað er til að lýsa því þegar ósamræmi er á milli viðhorfs og hegðunar. Norðmenn hafi ráðist í metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun kolefnis en á sama tíma séu þeir að gefa út ný olíuleitarleyfi af fullum krafti. Bara í síðustu viku úthlutuðu norsk stjórnvöld 75 nýjum sérleyfum til olíuvinnslu í norsku lögsögunni í Barentshafi, Noregshafi og Norðursjó. Ef við samþykkjum röksemdarfærslu umhverfisráðherra að það sé ekki samrýmanlegt markmiðum okkar í loftslagsmálum að halda áfram olíuleit á Drekasvæðinu samhliða aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá getum við allavega verið ánægð með að við séum ekki jafn miklir hræsnarar og Norðmenn. Við getum þá sagt að við stöndum á prinsippum okkar í umhverfismálum ólíkt frændum okkar. Við verðum þá fyrir vikið áfram jafn „fátækir“ prinsippmenn.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun