Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2018 15:45 Ragnar Erling fór út sem burðardýr til Brasilíu árið 2009. Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. Ragnar var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu árið 2009, þá 24 ára gamall. Ragnar fór rakleitt í fangelsi og í framhaldinu af því fékk hann inn á meðferðarheimili. Næstu fjögur árin var hann fastur í Brasilíu en það voru erfið veikindi sem komu honum heim til Íslands af mannúðarástæðum. „Svo byrjaði ég að verða rosalega mikið veikur. Ég man ég lá í sófanum með blússandi hita, kastaði öllu upp. Það var eitthvað sem sagði við mig innst inni hvað væri að en ég var í algjörri afneitum,“ sagði Ragnar í þættinum. Ragnar var í mikilli neyslu úti í Brasilíu og hvarf oft á tíðum í eina til tvær viku af meðferðarheimilinu. Prófið jákvætt „Mér var rúllað inn á heilsugæsluna á hjólastól og ég sýni lækninum strax útbrot sem ég var kominn með á fótleggina. Ég sá að hann skrifaði niður á blað HIV-próf. Þá voru teknar nokkrar prufur og allskonar. Svo var ég mættur inn í herbergi með hjúkrunarfræðingi og sá á blaðinu að prófið var jákvætt,“ segir Ragnar sem segist hafa verið mjög veikur á þessum tímapunkti. „Þegar fjölskyldan frétti af því að ég væri svona veikur réðu þau lögfræðistofu til starfa til að fá mig heim, svo ég gæti fengið að deyja heima hjá mér.“ Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions fyrir Stöð 2. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn. Burðardýr Tengdar fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. Ragnar var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu árið 2009, þá 24 ára gamall. Ragnar fór rakleitt í fangelsi og í framhaldinu af því fékk hann inn á meðferðarheimili. Næstu fjögur árin var hann fastur í Brasilíu en það voru erfið veikindi sem komu honum heim til Íslands af mannúðarástæðum. „Svo byrjaði ég að verða rosalega mikið veikur. Ég man ég lá í sófanum með blússandi hita, kastaði öllu upp. Það var eitthvað sem sagði við mig innst inni hvað væri að en ég var í algjörri afneitum,“ sagði Ragnar í þættinum. Ragnar var í mikilli neyslu úti í Brasilíu og hvarf oft á tíðum í eina til tvær viku af meðferðarheimilinu. Prófið jákvætt „Mér var rúllað inn á heilsugæsluna á hjólastól og ég sýni lækninum strax útbrot sem ég var kominn með á fótleggina. Ég sá að hann skrifaði niður á blað HIV-próf. Þá voru teknar nokkrar prufur og allskonar. Svo var ég mættur inn í herbergi með hjúkrunarfræðingi og sá á blaðinu að prófið var jákvætt,“ segir Ragnar sem segist hafa verið mjög veikur á þessum tímapunkti. „Þegar fjölskyldan frétti af því að ég væri svona veikur réðu þau lögfræðistofu til starfa til að fá mig heim, svo ég gæti fengið að deyja heima hjá mér.“ Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions fyrir Stöð 2. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn.
Burðardýr Tengdar fréttir Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30