Mikið sótt í urriðaveiðina á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 23. janúar 2018 11:08 Mynd frá 2017 þegar fjórir urriðar voru þreyttir á sama tíma og sleppt á sama tíma að lokinni baráttu. Mynd: Fish Partner Veiðisumarið 2018 hefst eftir rétt rúma tvo mánuði og sem fyrr byrjar tímabilið yfirleitt á því að veiðimenn kasta flugu fyrir sjóbirting og urriða. Veiðisvæðin við Kirkjubæjarklaustur og nágrenni er mjög vinsæl á hverju ári hjá þeim sem ætla sér í sjóbirting en eins má nefna önnur svæði sem njóta mikilla vinsælda og eru oft gjöful en þar eru til dæmis Laxá í Kjós, Litlaá í Keldum og Húseyjarkvísl svo nokkur séu nefnd. Vinsældir veiðisvæða þar sem veiðimenn eiga möguleika á stórurriða hafa að sama skapi aukist mikið og er svo komið að það er að verða uppselt á vinsælustu svæðunum. Við könnuðum aðeins málið hjá Fish Partner en þeir eru með nokkur vinsælustu svæðin í Þingvallavatni á sínum snærum og það er óhætt að segja að þessi veiði séu eftirsótt en þar er allt að verða uppselt svo þeir sem hafa hug á að komast í stórurriðann þurfa að fara bóka daga. Við Þingvallavatn eru Fish Partners með Villingavatnsárós, Svörtukletta, Villingavatn og Kárastaði á sínum snærum. Ion svæðið sem er án efa vinsælasta svæðið er á vegum Iceland Outfitters og það er sama sagan þar, eftirspurn er mikil og fáir dagar eftir. Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Bubbi: Geggjað fyrir börnin Veiði
Veiðisumarið 2018 hefst eftir rétt rúma tvo mánuði og sem fyrr byrjar tímabilið yfirleitt á því að veiðimenn kasta flugu fyrir sjóbirting og urriða. Veiðisvæðin við Kirkjubæjarklaustur og nágrenni er mjög vinsæl á hverju ári hjá þeim sem ætla sér í sjóbirting en eins má nefna önnur svæði sem njóta mikilla vinsælda og eru oft gjöful en þar eru til dæmis Laxá í Kjós, Litlaá í Keldum og Húseyjarkvísl svo nokkur séu nefnd. Vinsældir veiðisvæða þar sem veiðimenn eiga möguleika á stórurriða hafa að sama skapi aukist mikið og er svo komið að það er að verða uppselt á vinsælustu svæðunum. Við könnuðum aðeins málið hjá Fish Partner en þeir eru með nokkur vinsælustu svæðin í Þingvallavatni á sínum snærum og það er óhætt að segja að þessi veiði séu eftirsótt en þar er allt að verða uppselt svo þeir sem hafa hug á að komast í stórurriðann þurfa að fara bóka daga. Við Þingvallavatn eru Fish Partners með Villingavatnsárós, Svörtukletta, Villingavatn og Kárastaði á sínum snærum. Ion svæðið sem er án efa vinsælasta svæðið er á vegum Iceland Outfitters og það er sama sagan þar, eftirspurn er mikil og fáir dagar eftir.
Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Bubbi: Geggjað fyrir börnin Veiði