Carlos Sainz vann Dakar rallið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 12:37 Carlos Sainz í Peugeot bíl sínum. Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent