Audi sparaði 11,4 milljarða með sparnaðarráðum starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 10:04 Í einni af samsetningarverksmiðjum Audi. Á síðasta ári reiknaðist þeim hjá þýska bílaframleiðandanum Audi að góð sparnaðarráð frá starfsmönnum hafi sparað fyrirtækinu alls 11,4 milljarða króna. Þar á bæ er 50 ára hefð fyrir því að starfsmenn komi fram með hugmyndir sem sparað geta við framleiðslu bíla Audi og þið virðist sannarlega vera að virka. Sumar þessara hugmynda er býsna einfaldar en geta samt sparað milljónir og þegar allt kemur til alls getur heildarsparnaðurinn numið svo mikilli upphæð hjá stóru fyrirtæki. Sumar hugmyndanna varða framleiðsluna sjálfa en aðrar varða skipulag og og innri ferla. Sem dæmi um ágæta hugmynd þá gekk loftræsting að sama krafti allan sólarhringinn en vegna tillagna frá tveimur árvökulum starfsmönnum var kerfið látið ganga á helmingi minni hraða þegar svo til enginn starfsmaður var á staðnum. Það eitt sparaði Audi 12,8 milljónir króna. Alls voru sparnaðarhugmyndir starfsmanna 10.100 talsins í fyrra. Audi verðlaunar þá starfsmenn sem leggja til hugmyndir sem leiða til sparnaðar og er umbun þeirra í takt við það hversu mikið sparast. Svona hugmyndakerfi er því eitthvað sem öllum gagnast og tengir starfsmenn auk þess sterkari böndum við fyrirtæki sitt. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent
Á síðasta ári reiknaðist þeim hjá þýska bílaframleiðandanum Audi að góð sparnaðarráð frá starfsmönnum hafi sparað fyrirtækinu alls 11,4 milljarða króna. Þar á bæ er 50 ára hefð fyrir því að starfsmenn komi fram með hugmyndir sem sparað geta við framleiðslu bíla Audi og þið virðist sannarlega vera að virka. Sumar þessara hugmynda er býsna einfaldar en geta samt sparað milljónir og þegar allt kemur til alls getur heildarsparnaðurinn numið svo mikilli upphæð hjá stóru fyrirtæki. Sumar hugmyndanna varða framleiðsluna sjálfa en aðrar varða skipulag og og innri ferla. Sem dæmi um ágæta hugmynd þá gekk loftræsting að sama krafti allan sólarhringinn en vegna tillagna frá tveimur árvökulum starfsmönnum var kerfið látið ganga á helmingi minni hraða þegar svo til enginn starfsmaður var á staðnum. Það eitt sparaði Audi 12,8 milljónir króna. Alls voru sparnaðarhugmyndir starfsmanna 10.100 talsins í fyrra. Audi verðlaunar þá starfsmenn sem leggja til hugmyndir sem leiða til sparnaðar og er umbun þeirra í takt við það hversu mikið sparast. Svona hugmyndakerfi er því eitthvað sem öllum gagnast og tengir starfsmenn auk þess sterkari böndum við fyrirtæki sitt.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent