„Megum ekki vanmeta þá hæfileika sem barnaníðingar búa yfir til að blekkja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2018 20:00 Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndarstofu. vísir/valli „Það gefur auga leið að þetta er mikið áfall fyrir alla þá sem starfa í þessum málaflokki,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að maðurinn hafi verið tilkynntur til yfirvalda í fjórgang, fyrst árið 2002. Starfaði maðurinn á skammtímaheimili sem rekið er af Barnavernd Reykjavíkur. Talið er að maðurinn hafi unnið með hundrað og fimmtíu til tvö hundruð börnum á heimilinu. Forstöðumaður heimilisins segir að samstarfsfólk mannsins sé í áfalli vegna málsins en hann starfaði á heimilinu frá árinu 2010.„Við megum ekki vanmeta þá hæfileika sem barnaníðingar búa yfir til að blekkja og ég held að þetta sé hugsanlega eitt slíkt dæmi,“ sagði Bragi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Menn geta í áraraðir blekkt allt umhverfi sitt og á sama tíma níðst á börnum sem eru í viðkvæmri stöðu og eiga erfitt með að segja frá, það er gömul saga og ný,“ segir Bragi. Segir hann mikilvægt að viðeigandi stofnanir, sem og samfélagið allt, dragi lærdóma af slíkum málum svo koma megi í veg fyrir að þau eigi sér stað.Hefur lögregla auk Barnavendar Reykjavíkur verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en kæra barst lögreglu í ágúst á síðasta ári. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í upphafi þessa árs. Hefur lögregla viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Við þurfum að finna þá út hvernig við getum varnað því að slík mistök verði á nýjan leik og það held ég að sé okkar stóra verkefni framundan,“ segir Bragi. Telur hann að mikið svigrúm sé til þess að bæta verkferla í slíkum málum og mikilvægt sé að koma á auknu samstarfi á milli lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Þá telur hann mögulegt að ekki séu til nægjanlega skýrar lagaheimildir í lögum sem heimila lögreglu að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart í þeim tilvikum þegar kærur berast gagnvart fólki sem starfar fyrir barnaverndarnefndar. „Það þarf að setja sérstakar verklagsreglur um samstarf lögreglu og barnaverndaryfirvalda, rétt eins og við höfum gert í tengslum við Landspítalands og Barnaverndar og sjúkrastofnana er varða tilkynningaskyldu, við þurfum að eiga hliðstæðar reglur,“ segir Bragi. Segist Bragi hafa áhuga á því að setjast niður með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem og yfirmönnum hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur til þess að skerpa á slíkum reglum og bæta samstarf á milli þessa stofnanna, svo koma mætti í veg fyrir að sambærileg mál komi upp. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
„Það gefur auga leið að þetta er mikið áfall fyrir alla þá sem starfa í þessum málaflokki,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að maðurinn hafi verið tilkynntur til yfirvalda í fjórgang, fyrst árið 2002. Starfaði maðurinn á skammtímaheimili sem rekið er af Barnavernd Reykjavíkur. Talið er að maðurinn hafi unnið með hundrað og fimmtíu til tvö hundruð börnum á heimilinu. Forstöðumaður heimilisins segir að samstarfsfólk mannsins sé í áfalli vegna málsins en hann starfaði á heimilinu frá árinu 2010.„Við megum ekki vanmeta þá hæfileika sem barnaníðingar búa yfir til að blekkja og ég held að þetta sé hugsanlega eitt slíkt dæmi,“ sagði Bragi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Menn geta í áraraðir blekkt allt umhverfi sitt og á sama tíma níðst á börnum sem eru í viðkvæmri stöðu og eiga erfitt með að segja frá, það er gömul saga og ný,“ segir Bragi. Segir hann mikilvægt að viðeigandi stofnanir, sem og samfélagið allt, dragi lærdóma af slíkum málum svo koma megi í veg fyrir að þau eigi sér stað.Hefur lögregla auk Barnavendar Reykjavíkur verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en kæra barst lögreglu í ágúst á síðasta ári. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í upphafi þessa árs. Hefur lögregla viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Við þurfum að finna þá út hvernig við getum varnað því að slík mistök verði á nýjan leik og það held ég að sé okkar stóra verkefni framundan,“ segir Bragi. Telur hann að mikið svigrúm sé til þess að bæta verkferla í slíkum málum og mikilvægt sé að koma á auknu samstarfi á milli lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Þá telur hann mögulegt að ekki séu til nægjanlega skýrar lagaheimildir í lögum sem heimila lögreglu að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart í þeim tilvikum þegar kærur berast gagnvart fólki sem starfar fyrir barnaverndarnefndar. „Það þarf að setja sérstakar verklagsreglur um samstarf lögreglu og barnaverndaryfirvalda, rétt eins og við höfum gert í tengslum við Landspítalands og Barnaverndar og sjúkrastofnana er varða tilkynningaskyldu, við þurfum að eiga hliðstæðar reglur,“ segir Bragi. Segist Bragi hafa áhuga á því að setjast niður með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem og yfirmönnum hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur til þess að skerpa á slíkum reglum og bæta samstarf á milli þessa stofnanna, svo koma mætti í veg fyrir að sambærileg mál komi upp.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15