Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:41 Rósa Björk sagði bregðast þyrfti strax við máli manns sem vann fyrir barnaverndaryfirvöld þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir kynferðisbrot gegnum börnum. Vísir/Stefán Yfirvöld þurfa að tryggja að börn í veikri félagslegri stöðu séu varin fyrir því að kynferðisbrotamenn sækist eftir að vera nærri þeim. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þinkona VG á Alþingi á dag. Hún sagði mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg. Mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi hefur vakið mikla athygli. Maðurinn hélt áfram að starfa fyrir Barnavernd í nokkra mánuði eftir að hann var ákærður vegna þess að lögregla lét ekki vita af ákærunni. Þá var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum árið 2013 en fékk áfram að starfa hjá barnaverndaryfirvöldum. „Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur harmað mistök lögreglu. Við getum öll gert mistök en í málum er varða börn og ofbeldi gegn þeim verða þau mistök því miður oft óafsakanleg,“ sagði Rósa Björk þegar hún gerði málið að umræðuefni við upphaf þingfundar í dag. Svo virtist sem í báðum tilvikum hafi lögreglunni láðst að tilkynna Barnavernd Reykjavíkur að starfsmaður hjá þeim hafi verið kærður fyrir svo alvarlegt brot og að kærurnar hafi ekki með neinu móti komið fram í ráðningaferli mannsins innan Barnaverndar.Kærur endi ekki í þykkum stafla á skrifborðiSagði þingkonan mál starfsmannsins enn eina birtingarmynd þess að samfélagið tryggði ekki börnum, berskjölduðustu þegnum samfélagsins vernd fyrir kynferðisbrotamönnum sem sækist eftir að vera innan um börn í veikri félagslegri stöðu. „Þetta þarf að laga strax, ekki með neinum starfshópum heldur aðgerðum. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum sem lýtur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráði til starfa með börnum þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjármuni til lögreglunnar skulum við gera það,“ sagði Rósa Björk. Hvatti hún félags- og jafnréttismálaráðherra til að tryggja í samráði við barnaverndaryfirvöld að börn í umsjón barnaverndaryfirvalda séu ekki innan um kærða kynferðisbrotamenn og dómsmálaráðherra til að tryggja lögreglu nægilegt fé til að auka mannafla. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, visaði meðal annars til mikils fjölda mála þegar hann svaraði spurningum um hvers vegna Barnavernd hefði ekki verið tilkynnt um kæru á hendur manninum í ágúst. „Lögreglan á ekki að vera svo fjárþurfi og mannaflsþurfi að kærur um kynferðisofbeldi gegn börnum endi í þykkum málastafla á skrifstofuborðinu,“ sagði Rósa Björk. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Yfirvöld þurfa að tryggja að börn í veikri félagslegri stöðu séu varin fyrir því að kynferðisbrotamenn sækist eftir að vera nærri þeim. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þinkona VG á Alþingi á dag. Hún sagði mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg. Mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi hefur vakið mikla athygli. Maðurinn hélt áfram að starfa fyrir Barnavernd í nokkra mánuði eftir að hann var ákærður vegna þess að lögregla lét ekki vita af ákærunni. Þá var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum árið 2013 en fékk áfram að starfa hjá barnaverndaryfirvöldum. „Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur harmað mistök lögreglu. Við getum öll gert mistök en í málum er varða börn og ofbeldi gegn þeim verða þau mistök því miður oft óafsakanleg,“ sagði Rósa Björk þegar hún gerði málið að umræðuefni við upphaf þingfundar í dag. Svo virtist sem í báðum tilvikum hafi lögreglunni láðst að tilkynna Barnavernd Reykjavíkur að starfsmaður hjá þeim hafi verið kærður fyrir svo alvarlegt brot og að kærurnar hafi ekki með neinu móti komið fram í ráðningaferli mannsins innan Barnaverndar.Kærur endi ekki í þykkum stafla á skrifborðiSagði þingkonan mál starfsmannsins enn eina birtingarmynd þess að samfélagið tryggði ekki börnum, berskjölduðustu þegnum samfélagsins vernd fyrir kynferðisbrotamönnum sem sækist eftir að vera innan um börn í veikri félagslegri stöðu. „Þetta þarf að laga strax, ekki með neinum starfshópum heldur aðgerðum. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum sem lýtur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráði til starfa með börnum þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjármuni til lögreglunnar skulum við gera það,“ sagði Rósa Björk. Hvatti hún félags- og jafnréttismálaráðherra til að tryggja í samráði við barnaverndaryfirvöld að börn í umsjón barnaverndaryfirvalda séu ekki innan um kærða kynferðisbrotamenn og dómsmálaráðherra til að tryggja lögreglu nægilegt fé til að auka mannafla. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, visaði meðal annars til mikils fjölda mála þegar hann svaraði spurningum um hvers vegna Barnavernd hefði ekki verið tilkynnt um kæru á hendur manninum í ágúst. „Lögreglan á ekki að vera svo fjárþurfi og mannaflsþurfi að kærur um kynferðisofbeldi gegn börnum endi í þykkum málastafla á skrifstofuborðinu,“ sagði Rósa Björk.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15