Ford Explorer GT verður 400+ hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2018 13:58 Ford Explorer XLT. Framleiðsla á sjöttu kynslóð Ford Explorer mun hefjast á næsta ári og fyrstu bílarnir streyma úr verksmiðjunum um vorið. Helsta breytingin á bílnum er líklega falin í því að hann verður framhjóladrifinn og margar nýjar vélar verða í boði. Ford hyggst bjóða 4 vélargerðir og sú minnsta þeirra verður 2,3 lítra og fjögurra strokka vélin sem nú þegar er í boði í Explorer og er hún 280 hestöfl og nýtur aflaukningar frá forþjöppu. Heyrst hefur að 3,3 lítra V6 vélin sem finna má nú í Ford F-150 pallbílnum verði einnig í boði og muni leysa af hólmi núverandi 3,5 lítra V6 vél, en í F-150 bílnum er hún 290 hestöfl. Explorer mun í einni útfærslunni fást sem tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid), en ekki er vitað hvað sú aflrás verður í hestöflum. Fjórða vélargerðin verður í GT útfærslu Explorer en þar mun sitja 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og mun hún skila eitthvað norðan megin við 400 hestöflin. Núverandi Explorer Sport er 365 hestafla svo um talsverða aflaukningu verður að ræða í þessari dýrustu gerð bílsins. Talið er líklegt að Ford muni sýna nýjan Explorer á bílasýningunni í Los Angeles seint í nóvember á þessu ári. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent
Framleiðsla á sjöttu kynslóð Ford Explorer mun hefjast á næsta ári og fyrstu bílarnir streyma úr verksmiðjunum um vorið. Helsta breytingin á bílnum er líklega falin í því að hann verður framhjóladrifinn og margar nýjar vélar verða í boði. Ford hyggst bjóða 4 vélargerðir og sú minnsta þeirra verður 2,3 lítra og fjögurra strokka vélin sem nú þegar er í boði í Explorer og er hún 280 hestöfl og nýtur aflaukningar frá forþjöppu. Heyrst hefur að 3,3 lítra V6 vélin sem finna má nú í Ford F-150 pallbílnum verði einnig í boði og muni leysa af hólmi núverandi 3,5 lítra V6 vél, en í F-150 bílnum er hún 290 hestöfl. Explorer mun í einni útfærslunni fást sem tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid), en ekki er vitað hvað sú aflrás verður í hestöflum. Fjórða vélargerðin verður í GT útfærslu Explorer en þar mun sitja 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og mun hún skila eitthvað norðan megin við 400 hestöflin. Núverandi Explorer Sport er 365 hestafla svo um talsverða aflaukningu verður að ræða í þessari dýrustu gerð bílsins. Talið er líklegt að Ford muni sýna nýjan Explorer á bílasýningunni í Los Angeles seint í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent