Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Saga Matthildur stefnir á að gefa út plötu síðar á þessu ári. Vísir/ERNIR Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“