Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Borgarstjóri reiknar með að hitta samgönguráðherra á allra næstu dögum. Fréttablaðið/ernir Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira