Brynhildur og Haraldur formenn samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 14:39 Brynhildur Pétursdóttir og Haraldur Benediktsson. Vísir/NEYTENDASAMTÖKIN/Ernir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, og Haraldur Benediksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, fara sameiginlega með formennsku í hópnum. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar tólf og hins vegar þrettán. „Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands) Starfshópnum hefur verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að við skipun hópsins hafi hann lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, meðal annars með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ er haft eftir Kristjáni Þór. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, og Haraldur Benediksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, fara sameiginlega með formennsku í hópnum. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar tólf og hins vegar þrettán. „Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands) Starfshópnum hefur verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að við skipun hópsins hafi hann lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, meðal annars með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ er haft eftir Kristjáni Þór.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Sjá meira
Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57