Mesta ársfjórðungstap Tesla Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2018 10:28 Tesla Model 3, en erfiðlega gengur að auka framleiðsluna á bílnum. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla bregður ekki útaf vananum og skilar stórtæku tapi af rekstri síðasta ársfjórðungs, nú meira en nokkru sinni. Tesla tapaði 68 milljörðum króna á þessum þremur mánuðum og meira en fimmfaldaði tapið frá fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Velta Tesla jókst úr 220 milljörðum króna í 330 milljarða á milli þessara ára. Niðurstaðan nú varð til lítillegrar lækkunar hlutabréfa í Tesla, en þau hafa lækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Tesla seldi 28.425 Model S og Model X bíla og 1.542 Model 3 bíla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða alls 29.967 bíla. Mjög hægt gengur að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum sem varð þrefalt minni en markaðurinn hafði búist við. Samt segir Tesla að fyrirtækið stefni að 2.500 bíla framleiðslu á viku af Model 3 í enda mars og 5.000 bíla framleiðslu á viku um mitt árið. Miðað við efndirnar fram að þessu telst það vart líklegt. Yfirlýst markmið Tesla fyrir tveimur árum var að framleiða 500.000 bíla árið 2018, en algjörlega óhugsandi er að Tesla takist að fjór- til fimmfalda sölu sína á milli ára. Til dæmis jókst sala Tesla um 28% frá 4. ársfjórðungi 2016 til sama ársfjórðungs í fyrra. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla bregður ekki útaf vananum og skilar stórtæku tapi af rekstri síðasta ársfjórðungs, nú meira en nokkru sinni. Tesla tapaði 68 milljörðum króna á þessum þremur mánuðum og meira en fimmfaldaði tapið frá fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Velta Tesla jókst úr 220 milljörðum króna í 330 milljarða á milli þessara ára. Niðurstaðan nú varð til lítillegrar lækkunar hlutabréfa í Tesla, en þau hafa lækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Tesla seldi 28.425 Model S og Model X bíla og 1.542 Model 3 bíla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða alls 29.967 bíla. Mjög hægt gengur að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum sem varð þrefalt minni en markaðurinn hafði búist við. Samt segir Tesla að fyrirtækið stefni að 2.500 bíla framleiðslu á viku af Model 3 í enda mars og 5.000 bíla framleiðslu á viku um mitt árið. Miðað við efndirnar fram að þessu telst það vart líklegt. Yfirlýst markmið Tesla fyrir tveimur árum var að framleiða 500.000 bíla árið 2018, en algjörlega óhugsandi er að Tesla takist að fjór- til fimmfalda sölu sína á milli ára. Til dæmis jókst sala Tesla um 28% frá 4. ársfjórðungi 2016 til sama ársfjórðungs í fyrra.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent