Lífið

Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum

Samúel Karl Ólason skrifar
SpaceX
Ef marka má samfélagsmiðla þótti mörgum mjög svo flott að horfa á geimskot SpaceX í gær þar sem nýrri eldflaug, Falcon Heavy, var skotið á loft. Youtube tilkynnti í gær að aðeins einu sinni hefðu fleiri horft á beina útsendingu á miðlinum áður og eflaust eru margir sem hefðu viljað vera í Flórída og horfa á geimskotið með berum augum.

Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX



Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. Hljóðið sem kemur frá eldflaugum SpaceX þegar þær taka á loft og þegar þær lenda er mjög flott.

Sjá einnig: Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið

Destin sem heldur út Youtubesíðuna Smarter Every Day hefur nú tekið sig til og birt myndband sem tekið var af toppi hússins þar sem eldflaugarnar eru settar saman. Hann beitti sérstakri aðferð til þess að breyta hljóði myndbandsins svo að fólki finnist það í raun vera á staðnum.

Vert er að benda lesendum á að best er að vera með góð heyrnartól á höfðinu þegar horft er á myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×