BMW ætlar að ná Benz árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 10:45 Sala BMW í fyrra var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29 milljónir. Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent
Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent